Fjöl­skylduráð

Fundur nr. 21

Kjörtímabilið 2022—2026

7. maí 2024

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 12:00
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð

Mætt til fundar

Fundur var haldinn í fjölskylduráði, þriðjudaginn 7. maí í félagsheimilinu Miklagarði kl. 12:00.

1. Erindi#1-erindi

  • Skóla­da­gatal Vopna­fjarð­ar­skóla fyrir skóla­árið 2024-2025 lagt fram til samþykktar

    ​Samþykkt samhljóða.

  • Viðmið vegna skóla­sóknar í Vopna­fjarð­ar­skóla - lagt fram til samþykktar

    ​Skólastjóri kynnir viðmið vegna skólasóknar en leiðbeiningarnar eru þær sömu og eru notaðar í skólum í Múlaþingi og Fjarðarbyggð. Næsta vetur verður þetta notað til viðmiðunar. Síðustu ár hafa fjarvistir nemanda aukist mikið. Samþykkt samhljóða.

    Dorota kemur inn á fund.


  • Skóla­da­gatal Brekku­bæjar lagt fram til samþykktar

    ​Starfsdagur sem er settur 2. maí gæti færst í vikuna á eftir. Besta nýtingin á betri vinnutíma er í júní þar sem auðvelt er að ráða starfsmenn til afleysinga þá. Skrá þarf börn í leikskólann milli jóla og nýárs. Dagur sem átti að vera lokað á milli jóla- og nýárs tekinn út.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum. Dorota og Hjörtur sitja hjá.


  • Saman­tekt um fram­tíð­arsýn í þjón­ustu við eldri borgara á Vopna­firði

    ​Samantektin verður send til sveitarstjórnar og vill fjölskylduráð hvetja sveitarstjórn til að huga að því að byggja fleiri íbúðir fyrir eldri borgara. Samþykkt samhljóða.

  • Sund­nám­skeið fyrir börn fædd 2017 og 2018 í sumar

    ​Fjölskylduráð tekur vel í hugmyndina og Þórhildi er falið að vinna hana áfram í samvinnu við Bjarneyju. Samþykkt samhljóða.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:11.