Fjölskylduráð
Fundur nr. 20
Kjörtímabilið 2022—2026
12. apríl 2024
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 11:00
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð
Mætt til fundar
Fundur var haldinn í fjölskylduráði Vopnafjarðarhrepps þriðjudaginn 9. apríl kl. 8:15 í Félagsheimilinu Miklagarði.
Áheyrnarfulltrúar leikskóla sátu fund undir lið 2: Sanda Konráðsdóttir, Katla Rán Svavarsdóttir og Matthildur Ósk Óskarsdóttir
Áheyrnarfulltrúar skóla sátu fund undir lið 8: Sigríður Elva Konráðsdóttir, Berglind Ósk Wiium Bárðardóttir og María Guðmundsdóttir
Valdimar O. Hermannsson verkefnastjóri óskar eftir því að vera áheyrnarfulltrúi á fundinum. Samþykkt samhljóða.
- Leikskólinn Brekkubær. Skóladagatal og betri vinnutími til umræðu.
Sandra fór yfir tillögur fyrir skóladagatal næsta árs og upplýsir um hvernig gengur með betri vinnutíma í leikskólanum.
Mikil ánægja með vinnustyttinguna meðal starfsfólks, minni veikindi hjá starfsfólki. Þessi blandaða vinnustytting er að reynast betur þar sem að mismunandi útfærslur eru hjá starfsfólki, það er ekki sami starfsmaður að fara klst fyrr einu sinni í viku eða þ.h. Starfsfólk skipuleggur sinn undirbúning sjálft eftir því hvernig mönnunin er.
Minni biðtími er eftir leikskólaplássi til 16 en var áður en betri vinnutími tók gildi og er útlit fyrir að allir sem eru að bíða
fái leikskólapláss til 16 fljótlega. Í haust ættu allir sem óska eftir leikskólaplássi til 16 að fá þann tíma.
Enginn hefur nýtt gjaldfrjálsa dag sem af er ári. Umræða varðandi dymbilviku og lokunardag sem var um jólin. Ákveðið að senda tölvupóst á foreldra og spyrja hvernig þeim fannst lokunin ganga. Hvort hún var til mikilla óþæginda eða ekki. Ákveðið að funda með formanni og starfsmanni fjölskylduráðs þar sem þetta verður rætt nánar.
Sandra segir frá því að sótt hafi verið um í sprotasjóð varðandi teymisvinnu starfsfólks. Þetta er gert í samvinnu við Múlaþing.
Sandra segir frá nýrri aðalnámskrá sem verið er að innleiða. Ný skólanámskrá fyrir leikskólann verður gerð í haust.
- Teikningar af útisvæði við Sundabúð.
Þórhildur sýndi eldri borgurum í félagsstarfi aldraðra teikningarnar og gerðu þeir engar athugasemdir við teikningarnar. Tillaga kom frá eldri borgurum að setja tröppur meðfram suðurhlið Sundabúðar.
Umsögn fjölskylduráðs frá því á síðasta fundi var svohljóðandi: Rætt um að það væri kannski sniðugara að hafa bekkina færanlega, ekki steypa. Á fundinum rætt um að sniðugt væri að setja útidyrahurð á tengiganginn og að útihúsgögn séu í þægilegri hæð fyrir aldraða. Spurning hvort mætti bæta við snyrtilegu geymslurými fyrir útihúsgögnin.
Þessar umsagnir sendar til sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða.
- Fjölmenningarstefna Vopnafjarðarhrepps lögð fram til kynningar.
Þórhildur Sigurðardóttir kynnti fjölmenningarstefnu Vopnafjarðarhrepps fyrir fjölskylduráði. Stefnan hefur áður verið samþykkt í æskulýðs- og íþróttanefnd, fræðslunefnd og í ungmennaráði. Sent til sveitastjórnar til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Sundnámskeið
Bjarney Guðrún Jónsdóttir hefur áhuga á að hafa sundnámskeið fyrir börn fædd árin 2018 og 2017 í sumar. Hugmynd Bjarneyjar var til umræðu á fundinum. Fjölskylduráð tekur vel í hugmyndina. Þórhildi falið að vera í sambandi við Bjarneyju og fá nánari útfærslu á hugmyndinni til þess að leggja fyrir næsta fund. Samþykkt samhljóða.
- Hönnun skólalóðar.
Þórhildur segir frá stöðu mála hvað varðar hönnun skólalóðar.
Ábendingar koma fram hvað varðar mikilvægi þess að huga að öryggi gangandi vegfarenda hvað varðar bílastæðasvæðið. Rætt um hvort gatan eigi að vera vistgata og hvort bílastæðin ættu að vera færri.
Kennarar benda á hvort hægt væri að nýta svæðið fyrir utan íþróttahúsið fyrir útikennslusvæði.
Bent var á að hætta gæti skapast af því að hjólabraut er alveg upp við sparkvöll. Ábending kom fram varðandi hvort hægt væri að hækka vegg á sparkvelli vegna þess að sparkvölllurinn er alveg við hjólabrautina.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:45