Fjöl­skylduráð

Fundur nr. 19

Kjörtímabilið 2022—2026

12. mars 2024

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð

Fundur var haldinn þriðjudaginn 12. mars kl 8:15 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps.

1. Erindi#1-erindi

  • Sumar­frí­stund - til upplýs­inga.

    ​Tillaga fjölskylduráðs um sumarfrístund var samþykkt í sveitarstjórn. Boðið verður uppá sumarfrístund frá 15. - 21. ágúst fyrir 1. og 2.
    bekk og verða tímasetningarnar sem hér segir:

    15. ágúst frá kl 12:30 – 15:30
    16. ágúst frá 8:30 - 15:30
    19. ágúst frá kl 8:30 -12:30
    20. ágúst frá kl 8:30 -12:30
    21. ágúst frá kl 8:30 – 12:30

    Sérstaklega verður rukkað fyrir þessa viku og þurfa foreldrar að skrá börnin sérstaklega.
    Þórhildi falið að finna verð og auglýsa námskeiðið. Samþykkt samhljóða.


  • Eftir­lits­mynda­vélar við skóla - til upplýs­inga.

    ​Búið er að fá tilboð í myndavélar sem er kynnt fyrir fjölskylduráði. Tilboðið hljóðar upp á 11 myndavélar. Málinu frestað til næsta fundar.

  • Barna­þing Vopna­fjarð­ar­hrepps

    ​Fulltrúar frá ungmennaráði, Arney Rósa, Freyr og Aron Daði komu og sögðu frá barnaþingi sem haldið var í Vopnafjarðarskóla á dögunum.

    Við þökkum þeim kærlega fyrir kynninguna.


  • Tónlist­ar­skóli - vegna úttektar Mennta- og barna­mála­ráðu­neytis á tónlist­ar­skólum.

    ​Stephen skólastjóri er búinn að svara könnun sem lögð var fyrir. Nemendur í tónlistarskóla eru 28, heildarfjöldi kennslustunda er 34 og kennarar tveir. Hefja þarf vinnu við aðalnámskrá tónlistarskóla og skóladagatal.

  • Gjald­skrá fyrir sumar­nám­skeið

    ​Verð á sumarnámskeiði verður 6000 kr. á viku sem er sama verð og í fyrra.

    Ástæðan fyrir því að námskeiðið er tvískipt er vegna starfsmannamála. Tímsetningar verða:

    Mán-mið- og föstudaga kl. 12:30 -15
    Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9:30 -12

    Börn 2015 - 2017
    1. vika 3. -7. júní - hjólaferð og fl.
    2. vika 10. -14. júní - fjöruferð og fl.
    3. vika 18. - 21. júní - kofabyggð

    Börn fædd 2011 - 2014
    1. vika 10 -14 júní - fjöruferð og fl.
    2. vika 18 -21 júní - kofabyggð
    3. vika 24 -28 júní - hjólaferð og fl.
    Samþykkt samhljóða.


  • Staðan á innleið­ingu farsældar í Vopna­fjarð­ar­hreppi

    ​Þórhildur Sigurðardóttir segir frá vinnu sem er í gangi við innleiðinguna. Þórhildur er innleiðingarstjóri fyrir Vopnafjarðarhrepp. Hún er búin að vera á fundum á tveggja vikna fresti með teyminu í Múlaþingi og fleirum. Tengiliðir hér á Vopnafirði eru Steinunn Birna (heilsugæsla), Matthildur Ósk (leikskóli) og María (grunnskóli). Fræðsluáætlun er tilbúin hjá teyminu. Áætlaðir voru fundir með starfsfólki leikskóla og skóla í mars sem búið er að halda, áætlað að hafa fræðslu fyrir foreldra í haust. 28. febrúar fóru skólastjórar leikskóla og skóla og tengiliðir á vinnufund á Egilsstöðum. Þórhildur segir frá litakerfi sem er verið er að innleiða í skólum núna þar sem þörf fyrir þjónustu er metin.

  • Teikn­ingar af heitum potti við íþróttahús og viðbygg­ingu með nýrri líkams­rækt.

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Gjald­skrá í rækt og sund­laug

    ​Hugmyndir um árskort í líkamsrækt og sundlaug. Til umræðu. Málið verður unnið áfram.

  • Teikn­ingar af palli við Sundabúð - lagt fram til kynn­ingar.

    ​Rætt um að það væri kannski sniðugara að hafa bekkina færanlega, ekki steypa. Gróðurkassar verða upphækkaðir. Þórhildi falið að sýna eldri borgurum teikninguna og athuga hvort komi fram einhverjar athugasemdir.

Fleira var ekki og fundi slitið kl. 09:19.