Fjöl­skylduráð

Fundur nr. 16

Kjörtímabilið 2022—2026

5. desember 2023

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:15
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð

Mætt til fundar

Fundur haldinn í fjölskylduráði Vopnafjarðarhrepps þriðjudaginn 5. 12 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:15.

Almenn mál#almenn-mal

 • Kynning á skóla­starfinu í leik­skól­anum Brekkbæ í vetur.

  ​Sandra Konráðsdóttir leikskólastjóri kom á fundinn, kynnti starfið og svaraði spurningum.

  16 starfsmenn. 37 börn 39 - 40 börn eftir áramótin. Betri vinnutími byrjar eftir áramótin og er verið að skipuleggja það núna. Foreldrasamstarf gott, ætla að bjóða uppá kakó og piparkökur í desember utandyra og bjóða foreldrum.

  Erum í samstarfi við skólaþjónustu Múlaþings. Sandra situr alla fundi með leikskólastjórum, getur leitað ráða til leikskólafulltrúa. Viðtalstímar fyrir starfsfólk. Alteymið kemur 1x í mánuði og hægt að leita ráða hjá þeim. Talmeinafræðingur sem sinnir leikskólanum, ekki löng bið. Búið að segja upp Tröppu þjónustunni og talmeinafræðingur sinnir talkennslu í staðinn í gegnum tölvu. Gengur betur, fá töluvert fleiri tíma í viku. Kennarar fá líka 1 og ½ tíma í viku í ráðgjöf og einnig gögn sem hægt er að nota. Byrjar formlega 1. febrúar. Ekki svo löng bið hjá sálfræðingi sem sinnir leikskólanum og hægt að leita ráða. 

  Byrjað að innleiða farsældarþjónustuna. Matthildur Ósk er tengiliður leikskólans og er sömuleiðis með viðbótarkennslu. Skiptir gríðarlega miklu máli að grípa snemma inní og gengur vel.  

  Íslenski málhljóðamælirinn er nýtt mælitæki sem stefnt er að að leggja fyrir öll börn nema á yngstu deildinni. Matthildur fór á námskeið í notkun þess og mælir framburðargetu á öllum íslensku málhljóðunum. Fær útúr matinu fína skýrslu. Tekur um 15 mínútur í framkvæmd og er þægilegt fyrir börn að gera. Ef vantar ákveðin hljóð hjá mörgum þá er t.d. hægt að leggja áherslu á þau hljóð í daglegu starfi á deildinni.
  Verið að innleiða jákvæðan aga og er komið ágætlega af stað. Unnið með Lubba til að æfa málhljóðin. 

  Grænfánaskóli. Þriðji veturinn sem unnið er að verkefni sem snýr að fjölmenningu. Er aðeins minna í sniðum en fyrsta árið. Fána flaggað, samverustund á elstu deildinni þar sem börnin læra um löndin. Um 13 þjóðir í verkefninu núna. 

  Tákn með tali notað áfram. Hjálpar bæði tvítyngdu börnunum og yngstu sem ekki eru byrjuð að tala. Hreyfing og listastarf fyrir börnin. Jóhanna kemur aftur í febrúar og verður með tónlistarnámskeið fyrir elstu börnin eins og í haust. 

  Starfsfólk er að taka námskeið í Barnvænu sveitafélagi. 


 • Sumar­frí­stund - tillaga um frístund fyrir 1. og 2. bekk sumarið 2024

  ​Leikskólinn opnar aftur eftir sumarlokun 8. ágúst kl. 10. Börn sem útskrifast úr leikskóla hafa hingað til ekki komið aftur í leikskólann eftir sumarfrí ef eru u.þ.b. tvær vikur eða minna í skólasetningu.

  Lögð er fram tillaga að frístund fyrir 1. og 2. bekk vikuna fyrir skólasetningu. 

  Tillaga að tímasetningu er frá 8:30-12:30 vikuna 16. - 22/23. ágúst (fer eftir því hvenær skólasetning verður). Gæti hafist 15. ágúst en væri þá eftir hádegi þann dag vegna þess að það er fyrsti dagurinn eftir sumarfrí. 

  Starfsfólk skólans kemur aftur til vinnu 15. ágúst og er því ekki um viðbótarkostnað að ræða ef um er að ræða þessa dagsetningu.

  Mögulegt væri að byrja fyrr, t.d. viku fyrir þetta tímabil, en það þarf þá að ráða annað starfsfólk en starfsfólk skólans í það. Það væri þá útfært svipað og leikjanámskeið sem eru í júní. 

  Fjöldi barna í 1. bekk 2024 = 9
  Fjöldi barna í 2. bekk = 13

  Lagt er til að foreldrar skrái börn sín í frístundina/leikjanámskeiðið í júní. 

  Tillaga samþykkt samhljóða og send til sveitarstjórnar til samþykkis. 


 • Barn­vænt sveit­ar­félag

  Horft á námskeið um þátttöku barna og nefndarfólk hvatt til að klára þau námskeið sem þau þurfa að taka á netinu. 


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:22.