Fjöl­skylduráð

Fundur nr. 15

Kjörtímabilið 2022—2026

7. nóvember 2023

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:15
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð

Fundur var haldinn í fjölskylduráði þriðjudaginn 7. nóvember kl. 8:15 í félagsheimilinu Miklagarði. Áheyrnarfulltrúar sátu fund undir lið 1: Sigríður Elva Konráðsdóttir skólastjóri, Sandra Konráðsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra og María Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsfólks.

Almenn erindi#almenn-erindi

  • Kynning á skóla­starfinu í Vopna­fjarð­ar­skóla í vetur

    ​Sigríður Elva Konráðsdóttir skólastjóri kom á fundinn, kynnti starfið og svaraði spurningum.

    Sigríður Elva segir frá skólanámskrá veturinn 2022-2023 sem er aðgengileg á www.vopnaskoli.is og starfsáætlun. 

    Í vetur eru 11,6 kennarastöður við skólann, samtals eru 16,95 stöðugildi við skólann. Afleysing er einnig starfandi sem leysir af skólaliða og er einnig í stuðningi. 
    1. bekkur er sér, 2. - 5. bekkur er einn hópur með tvo umsjónarkennara. 6.- 7. bekkur er með tvo umsjónarkennara og eru í mikilli samkennslu. 8. - 10. bekkur er saman.

    Í vetur eru 72 börn í skólanum. 18 börn eru í skólaakstri og skólabílarnir eru fjórir.

    Skólastarfið hefur farið ágætlega af stað í haust. Það varð smá breyting á skóladagatali vegna þemadaga, þeir verða í næstu viku vegna þess að krakkarnir eru að fara í legokeppni.

    Vantar íþróttakennara fyrir næsta vetur. Er leyst núna með nokkrum einstaklingum. Skólastjóri reyndi mikið að fá kennara til starfa fyrir þennan vetur en það gekk illa. Veltir því upp hvernig hægt er að leysa þetta og þörf er á að skoða. Vantar auk þess fleiri menntaða kennara fyrir næsta vetur, t.d. sérkennara og umsjónarkennara. Það er minni sérkennsla núna en hefur verið.

    Gott samstarf við Múlaþing. Fá kennsluráðgjöf og fáum þar skólaþjónustu, reglulegir fundir. Alteymið kemur einu sinni í mánuði. Sálstofan er með samning við Múlaþing, fáum einn tíma á mánuði þar sem kennarar geta fengið ráðgjöf og geta vísað erfiðum málum þangað. María Guðmundsdóttir er tengiliður farsældarþjónustu og hún ætlar að kynna þjónustuna fyrir nemendum.

    Varðandi viðhaldsmál og aðbúnað nemenda.
     Slæmt að ekkert gerist varðandi skólalóðina. Rakaskemmdir á útveggjum í nýju skólastofunni sem komu í ljós í haust, mikil þörf á viðgerðum. Viðhaldsþörf í skólanum. Móða á öllu gleri á efri hæðinni í nýju byggingunni. Líka þörf á að skipta um gler í gamla skólanum.
    Samstarf hafið við nýjan hönnunaraðila skólalóðar.


  • Erindi frá öldunga­ráði varð­andi þarf­agrein­ingu á hjúkr­unar- og dval­ar­rýmum.

    ​Lagt fram til kynningar.

    Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið. Nú er til skoðunar að HSA taki við Sundabúð og vill fjölskylduráð ekki fara í slíka þarfagreiningu á þessum tímapunkti.

    Unnið er að annars konar þarfagreiningu í félagsstarfi eldri borgrara. Rætt er um framtíðarsýn í þjónustu við eldri borgara og heilsueflandi samfélags. Þar eru eldri borgarar spurðir hvað þeir vilja sjá til þess að bæta þjónustu í sveitarfélaginu.


  • Barn­vænt sveit­ar­félag

    ​Allir í fjölskylduráði þurfa að taka næstum öll námskeiðin til þess að uppfylla

    kröfur um barnvænt sveitarfélag. Á fundinum tókum við námskeiðið sem snýr að innleiðingu verkefnisins. Þórhildur ætlar að senda fræðsluáætlunina á fjölskylduráð.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:19.