Fundur nr. 14
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 10:00
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð
Axel Örn Sveinbjörnsson
NefndarmaðurDorota Burba
NefndarmaðurJenný Heiða Hallgrímsdóttir
NefndarmaðurArnar Ingólfsson
NefndarmaðurBjartur Aðalbjörnsson
NefndarmaðurÓlafur Ásbjörnsson
NefndarmaðurÞráinn Hjálmarsson
NefndarmaðurÞórhildur Sigurðardóttir
StarfsmaðurSandra Konráðsdóttir
ÁheyrnarfulltrúiFélag leikskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga þrýsta á sveitarfélögin að fara í fulla vinnustyttingu árið 2024. Þessi tillaga tekur gildi 1. janúar 2024 og verður endurskoðuð eftir ár.
Lagt er til að skóladagatal verði eins og árið 2023, þ.e. lokað þrjá daga í dymbilviku og einn á milli jóla og nýárs. Ekki verði farið í frekari lokanir en lagt er til að eftirfarandi dagar verði gjaldfrjálsir, vilji foreldrar nýta sér það, til þess að rýmka fyrir um orlofstöku starfsmanna:
- 26. og 27. október 2023 (vetrarfrí í grunnskóla)
- 21. og 22. desember 2023
- Á milli jóla og nýárs 2023 (eins og hefur verið áður)
- 15. og 16. febrúar 2024 (vetrarfrí í grunnskóla)
- Vetrarfrísdagar grunnskóla á haustönn 2024
- Á milli jóla og nýárs 2024
Foreldrar eru beðnir um sækja um gjaldfrjálst leyfi með a.m.k. 2ja vikna fyrirvara og er það bindandi.
Samþykkt samhljóða.
Tillaga um gjaldfrjálst frí einu sinni á ári og endurskoðun á niðurfellingu fæðisgjalds.
Rætt um tillögu leikskólastjóra um að foreldrar geti sótt um gjaldfrjálst frí einu sinni á skólaárinu (1. ágúst - 1. ágúst). Eins og reglurnar eru núna er hægt að sækja um niðurfellingu á fæðisgjaldi ef börn eru fjarverandi í 10 daga og svo aftur eftir 20 daga. Leggur leikskólastjóri til að hægt verði að sækja um niðurfellingu leikskólagjalda óháð dögum, einu sinni á ári. Þessir dagar verða fyrir utan gjaldfrjálsa daga sem boðið er upp á fyrir alla.
Sækja þarf um slíkt frí með tveggja vikna fyrirvara í tölvupósti hjá leikskólastjóra og skráning er bindandi.
Auk þess er lagt til að fæðisgjald megi fella niður ef börn eru fjarverandi í 7 daga eða meira, í staðinn fyrir 10 daga. Einnig þarf að sækja um slíka niðurfellingu með tveggja vikna fyrirvara í tölvupósti hjá leikskólastjóra og er skráning bindandi.
Leikskólastjóra falið að breyta reglunum. Sent til sveitastjórnar til samþykktar.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Fjölskylduráð vísar eftirfarandi erindi til sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps og Vegagerðarinnar.
Fjölskylduráð Vopnafjarðarhrepps hefur rætt um á fundum sínum mikilvægi öryggis í umferðinni í sveitarfélaginu. Það er okkur afar mikilvægt að skólabörn komist örugg leiðar sinnar og að unnið sé gegn hraðakstri til að eitthvað sé nefnt. Þetta er sérstaklega mikilvægt til þess að fyrirbyggja óhöpp í umferðinni. Fjölskylduráð hefur m.a. kallað áður eftir fjölgun gangbrauta í sveitarfélaginu.
Eftir samtöl við Vegagerðina kom í ljós að framkvæmdir á Hafnarbyggð og Kolbeinsgötu þurfa samþykki Vegagerðarinnar. Fjölskylduráð kallar eftir því að sveitarstjórn beiti sér fyrir því að auka umferðaröryggi í sveitarfélaginu. Fjölskylduráð vill koma eftirfarandi tillögum á framfæri við sveitarstjórn og Vegagerðina sem stuðla að auknu umferðaröryggi.
Afar aðkallandi er að leggja hraðahindranir á Hafnarbyggð að utanverðri og alla leið inn að Skuldarhalla. Á þessu svæði eru engar hraðahindranir og er hraðakstur mikill á þessum kafla.
Meðfylgjandi er úttekt sem lögreglumennirnir Arnar Ingólfsson og Hjörtur Davíðsson gerðu fyrir fjölskylduráð þar sem tillögur eru að úrbótum.
___________________________________________________________________________
Vopnafjörður 5. október 2023
Úttekt á umferðartengdum málum í Vopnafirði
Að ósk formanns Fjölskylduráðs gerðum við úttekt á stöðu gangbrauta í þorpinu. Meðfylgjandi eru okkar tillögur að úrbótum, sumar meira aðkallandi en aðrar. Einnig fylgja ábendingar um annað sem okkur finnst að betur mætti fara.
Gangbrautir
1. Færa þrengingu/gangbraut sem er við gatnamót Lónabrautar og Skólastígs fjær gatnamótunum að íþróttahúsi þar sem gangbraut var áður.
2. Gangbraut á Skólastíg við gatnamót að Fagrahjalla.
3. Gangbraut á Fagrahjalla við Hafnarbyggð
4. Gangbrautir á gatnamót Lónabrautar, Miðbrautar og Hamrahlíðar á Hamrahlíð og Lónabraut (eða Miðbraut).
5. Vantar eitt skilti við gangbraut á Hamrahlíð við Holtsgötu.
6. Gangbrautir á gatnamót Kolbeinsgötu og Laxdalstúns, bæði á Laxdalstún og Kolbeinsgötu.
7. Gangbrautir við gatnamót Skálanesgötu og Kolbeinsgötu, bæði á Skálanesgötu og Kolbeinsgötu.
8. Gangbraut á Skálanesgötu við hús nr. 4 og 6.
9. Gangbraut á Sigtún við Búðaröxl.
10. Gangbraut á Steinholt við Búðaröxl.
11. Gangbraut á Vallholt við Steinholt.
12. Gangbraut á Vallholt við hús nr. 9 og 17 (við göngustíg)
Biðskyldur
13. Biðskylda á Hamrahlíð á gatnamótum Hamrahlíðar, Miðbrautar og Lónabrautar.
14. Biðskyldumerki vantar enn á Skálanesgötu við Kolbeinsgötu.
Annað
15. Merkingar á bifreiðastæðum við Lyfsölu og hárgreiðslustofu. Merkja ætti stæði skáhallt á aksturstefnu til að fjölga stæðum
16. Banna bifreiðastöður annars vegar eða beggja á Kolbeinsgötu frá bifreiðastæði við Landsbanka og að Drang. Einnig má velta fyrir sér með Lónabraut og Fagrahjalla
Arnar Ingólfsson
Hjörtur Davíðsson
_____________________________________________________________________
Fjölskylduráð vísar tillögunum til sveitastjónar í tveimur liðum og óskar eftir því að liðirnir verði afgreiddir í sitthvoru lagi á fundi sveitarstjórnar:
a) Fjölskylduráð óskar eftir því að sveitastjórn bregðist við erindi ráðsins um bætt umferðaröryggi á þeim götum sem eru í umsjón sveitarfélagsins og að tillögur ráðsins verði hafðar til grundvallar bættu umferðaröryggi.
b) Fjölskylduráð óskar eftir því að sveitastórn beiti sér fyrir því við Vegagerðina að umferðaröryggi á Hafnarbyggð og Kolbeinsgötu verði bætt í samræmi við þá tillögur sem Fjölskyldráð hefur lagt fram um gangbrautir og hraðahindranir. Óskað er eftir því að sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps sendi bréf á Vegagerðina og að formaður Fjölskylduráðs verði með í ráðum við ritun bréfsins.
Samþykkt samhljóða.