Fjöl­skylduráð

Fundur nr. 13

Kjörtímabilið 2022—2026

12. september 2023

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í fjölskylduráði Vopnafjarðarhrepps 12. september kl. 08:15 í félagsheimilinu Miklagarði.

1. Erindi#1-erindi

 • Drög af reglum um akst­urs­þjón­ustu Vopna­fjarð­ar­hrepps - til umsagnar í fjöl­skyldu­ráði.

  ​Drög af reglum um akstursþjónustu lögð fyrir fjölskylduráð til umsagnar. 

  Fjölskylduráð leggur til eina breytingu á orðalagi sem sjá má á meðfylgjandi minnisblaði. Einnig er lagt til að ekki verði rukkað gjald fyrir aðstoðarmann. Að öðru leiti eru þær samþykktar. Fjölskylduráð óskar eftir umsögn öldungaráðs um reglurnar.

 • Verk­efna­stjóri frístunda- og æsku­lýðs­mála, Þórhildur Sigurð­ar­dóttir og Jenný Heiða kynna starf frístundar og félags­miðsvöðvar í vetur (2023-2024).
  Hugmynd að opna frístund fyrr á haustin þar sem foreldrar lenda oft í vandræðum með börnin þegar sumarfríi er lokið. Hafa þá opið hálfan daginn. Sumarnámskeið verða áfram í júní næsta sumar. Forstöðumaður ætlar að óska eftir því að fá nýja eldhúsinnréttingu í félagsmiðstöð og eins þarf að taka salernisaðstöðu í gegn. 27 börn eru skráð í frístund.

  Félagsmiðstöð verður með aðeins breyttu sniði í vetur en klúbbastarf verður á miðvikudögum og hluti af því er rafíþróttaklúbbur, kvikmyndaklúbbur, þemakvöld og fl.

  Fjölskylduráð leggur til að lagt verði fram minnisblað á næsta fjölskylduráðsfundi varðandi opnun frístundar 2 vikum fyrir skólabyrjun.


 • Full­trúar frá ungmenna­ráði, Aron Daði Thor­bergsson og Arney Rósa Svans­dóttir, komu og sögðu frá ferð sinni á farsæld­ar­þing í sept­ember.

  ​Mánudaginn 4. september fóru þau ásamt Þórhildi á farsældarþing. Fyrirlestrar voru fyrir hádegi og vinnustofur sem ungmennin tóku þátt í. Menntun - heilsa og vellíðan, félagsleg þátttaka og fleira var til umræðu. Þau fengu að sjá útkomu úr æskulýðsrannsóknum sem þau sjálf tóku þátt í. Í vinnuhóp var síðan talað um leiðir til úrbóta.

  Fjölskylduráð þakkar fyrir kynninguna.

 • Líkams­rækt í íþrótta­húsi. Minn­is­blað frá Hrönn Róberts­dóttur, forstöðu­manni í íþrótta­húsi. Hrönn mætti á fund

  ​Fjölskylduráð sendir erindið áfram til sveitastjórnar. Ef líkamsræktin á að vera í núverandi húsnæði er þörf er á að skoða aðgengismál, hvort jafna megi pallana eða finna aðra lausn. Endurnýja þarf hlaupabretti tafarlaust.

 • Staða skóla­aksturs „Ytri Hlíð - Torfastaðir"

  ​Ritari sagði frá stöðu skólaaksturs í sveitafélaginu. Stendur til að auglýsa leið „Ytri Hlíð - Torfastaðir“ lausa til umsóknar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:35.