Fjöl­skylduráð

Fundur nr. 12

Kjörtímabilið 2022—2026

15. ágúst 2023

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 10:00
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð

Fundur var haldinn þriðjudaginn 15. ágúst á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 10:00.

Almenn erindi#almenn-erindi

 • Fund­ar­tími funda Fjöl­skyldu­ráðs

  ​Ákveðið að hafa fundartíma kl. 8:15 í Miklagarði til reynslu.

 • Starf fjöl­skyldu­ráðs í vetur

  ​Starf fjölskylduráðs í vetur til umræðu. Fundað verður með ungmennaráði og öldungaráði.

 • Fjár­hags­áætlun 2024 tillögur

  ​Fjölskylduráð leggur fram eftirfarandi tillögur fyrir fjárhagsáætlun 2024:


  a. Skólalóð — setja á fjárhagsáætlun í þriðja sinn og klára
  b. Taka hjólaramp á skólalóð í burtu
  c. Myndavélar við leikskóla og skóla
  d. Hækkun frístundastyrks. Æfingagjöld hafa hækkað, margt í boði fyrir börn. Ef það er afgangur af upphæðinni 2023 að bjóða upp á auka frísundastyrk sem gildir bara fyrir haustönnina. 
  e. Athuga að lengja opnunartíma sundlaugar í september og maí. 
  f. Setja upp heita potta við íþróttahús
  g. Fjölskylduráð leggur áherslu á að skoða hjólastólabíl fyrir sveitafélagið.
  h. Að göngustígar verði lagfærðir, efnið sem er notað er of gróft. Ruslatunnum í bænum fjölgað. 
  i. Að skoðað verði að gefa afslátt af leigu á Miklagerði eða öðru húsnæði fyrir barnaafmæli þar sem að félagsmiðstöð er ekki í boði lengur.
Ekki fleira var tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:00.