Fjöl­skylduráð

Fundur nr. 11

Kjörtímabilið 2022—2026

6. júní 2023

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 12:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur var haldinn í fjölskylduráði Vopnafjarðarhrepps 6. júní 2023 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 12:00

1. Erindi#1-erindi

 • Betri vinnu­tími í leik­skól­anum - minn­is­blað 31.5.2023

  Lagt fram til kynningar minnisblað um innleiðingu á betri vinnutíma í leikskólanum Brekkubæ, dagsett 31.5.2023 og tengd gögn. Vísað til áframhaldandi vinnslu.

 • Sumar­lokun leik­skólans Brekku­bæjar 2024 til samþykktar

  ​Samþykkt í fjölskylduráði að hafa sumarfrí 4. júlí - 8. ágúst 2024 í leikskólanum Brekkubæ.

 • Skóla­da­gatal leik­skólans Brekku­bæjar

  Fjölskylduráð samþykkir skóladagatal með vinnustyttingu í dymbilviku og einum degi á milli jóla og nýárs. Samþykkt með fyrirvara um breytingu í komandi kjarasamningum um vinnustyttingu.

 • Minn­is­blað vegna akst­urs­þjón­ustu

  ​Lagt fram til kynningar minnisblað vegna akstursþjónustu og vísað til kynningar í sveitastjórn.

 • Minn­is­blað um jafn­rétt­isáætlanir íþrótta­fé­laga

  Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:56.