Fundur nr. 10
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 12:00
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð
Stephen kom á fundinn og sagði frá starfinu í tónlistarskólanum í vetur. Nemendur eru heldur færri í ár en verið hefur. 28 nemendur eru í tónlistarskólanum þetta árið. Baldvin með 15 nemendur og Stephen með 13 og einhverjir eru í tvennu námi. Tónmennt einu sinni í viku sem Baldvin kennir en það er á vegum skólans. Barnakór er í tónlistarskólanum nemendur eru 8. Hljóðfæri sem kennt er á, eru píanó, gítar, ukulele, trommur , blokkflauta, söngur og fiðla. Vinsælla að byrja á ukulele í fyrsta bekk.
Hafdís Bára iðjuþjálfi mætti á fund og sagði frá því sem hún hefur verið að skoða varðandi slíka þjónustu. Fjölskylduráð leggur til að reglur félagsþjónustu Múlaþings verði skoðaðar og málið unnið áfram út frá þeim upplýsingum.
Skóladagatal Vopnafjarðarskóla fyrir skólaárið 2023-2024 samþykkt af fjölskylduráði.
Lagt fram til kynningar.
Þórhildur og Sandra leikskólastjóri greindu frá málinu. Minnisblað sem var unnið hjá Múlaþingi varðandi vinnustyttingu í leikskólum Múlaþings lagt fram til kynningar. Lagt til að Sandra leikskólastjóri og sveitarstjóri vinni að minnisblaði um málið fyrir næsta fjölskylduráðsfund.
Rætt um tillögu leikskólastjóra varðandi sumarfrí leikskólans 2024. Óskað eftir umsögn foreldraráðs og gerð verði könnun meðal foreldra og starfsfólks. Frestað til næsta fundar fjölskylduráðs.
Drög að uppfærðri janfréttisáætlun Vopnafjarðarhrepps lögð fram til kynningar. Þórhildur og Berglind munu hefja vinnu á því sem snýr að fjölskylduráði og upplýsa um vinnuna á næsta fundi.