Fundur nr. 7
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 11:30
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð
Jenný Heiða og Þórhildur sögðu frá starfsemi frístundar í Vopnafjarðarskóla.
Ábendingar varðandi hönnun frá áheyrnarfulltrúum: Sandkassi fyrir yngstu börnin. Reyna að hafa meira náttúrulegt á skólalóðinni . Hafa í huga gæslu á lóðinni við hönnun, það sem er við Austurborg er svolítið langt frá skólanum. Spurning með að hafa eitthvað þar sem er notað í fylgd með starfsmönnum.
Almenn ánægja er með stefnuna en fjölskylduráð vill hvetja til þess að göngustígar verði teknir í gegn með betra efni þannig að hægt sé að fara gangadi, hjólandi og með barnavagna, en eins og er þá er það ekki hægt á flestum göngustígum. . Ath lýsing á gangbrautir báðum megin við grunnskólann.
Samþykkt samhljóða með eftirfarandi breytingum; að bæta við einum frá Sundabúð og einnig varamanni, hafa þrjá aðalmenn og þrjá varamenn frá eldri borgum þrjá frá sveitastjórn og þrjá varamenn. Fastur fundur að hausti með fjölskylduráði. Fyrsti fundur á vordögum.
Lagt fram til kynningar.