Fjöl­skylduráð

Fundur nr. 6

Kjörtímabilið 2022—2026

10. janúar 2023

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 11:30
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð

Fundur var haldinn í fjölskylduráði þriðjudaginn 10. Janúar 2023 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 11:30.

1. Erindi#1-erindi

  • Vopna­fjarð­ar­skóli

    Sigríður Elva Konráðsdóttir skólastjóri kom og kynnti starf Vopnafjarðarskóla  og helstu verkefni.   

    73 nemendur eru í skólanum í vetur en það er svipað og hefur verið, undanfarin ár.  Starfsmönnum hefur fækkað, stöðugildi eru 17 og  starfsmenn 21.  Það hefur ekki tekist að ráða menntaðan íþróttakennara til starfa og eins og staðan er nú eru 4 aðilar sem sjá um íþróttakennsluna. Þetta er mjög bagalegt og sérstaklega erfitt hvað sundið varðar en það verður reynt að leysa það í vor. 
    Það er nauðsynlegt að íþróttakennari kenni sund. 

    Þeir sem kenna íþróttir eru; Aðalbjörg Sigmundsdóttir 1. – 4. bekk. Sölvi Flosason í 5. og 6. bekk  Svava Birna Stefánsdóttir í 7. og 8. bekk og Linda Björk Stefánsdóttir í 9. og 10. bekk.

    Jenný Heiða Hallgrímsdóttir var ráðin inn 1. janúar í blandað starf (skólaliði, stuðningfulltrúi og starfsmaður í frístund).

    Skóladagvist/frístund var opnuð 4. janúar. Starfsmenn eru Arlette og Jenný Heiða sem sér um skipulag í samstarfi við Þórhildi sem sér um faglegt skipulag. 21 barn er skráð  í frístund. Það hefur ekki tekist að ráða sérkennara við skólann.  Ester Líf lét af störfum um áramótin en hún sá um sérkennslu að hluta.

    Mjög gott starfsfólk er við Vopnafjarðarskóla sem er tilbúið að ganga í alls konar störf innan skólans og er það mikils virði.

    Samstarfsaðilar skólans eru skólaþjónustan í Múlaþingi og eru fundir með skólastjórum þar einu sinni í mánuði.  
    Kennsluráðgjöf, barnavernd, sálfræðiþjónusta og Alteymið er í nánu samstarfi við skólann. Skólastjóri er mjög ánægður með það samstarf. 

    Helstu verkefni skólans er að mennta nemendur og búa nemendur undir lífið á margs konar hátt og því eru verkefni skólans mörg.
    Vopnafjarðarskóli er heilsueflandi skóli og unnið er eftir Olweusar eineltis verkefninu.

    Skólinn er að innleiða jákvæðan aga en það snýst meðal annars um að koma fram af góðvild og festu. Stefnt er að enn frekari teymiskennslu í skólanum, en skólinn er byrjaður á því í 1. – 4. bekk en áhugi á að þróa það áfram.

    Legoverkefnið kemur til með að halda áfram.  

    Skólinn tók þátt Erasmus verkefni síðasta vetur og áhugi er á að  halda áfram með það.  

    Ágætlega gengur með  mötuneyti skólans og erum við í góðu samstari við Hótel Tanga sem eldar fyrir skólann.  Í nestistímum er boðið upp á ávexti en ekki hefur verið rukkað fyrir það.

  • Aldurstak­mark í upphit­un­ar­tæki líkams­ræktar.

    ​8. bekkur er að taka þátt í skólahreysti. 

    Samþykkt samhljóða að unglingar í 8. bekk mega nota upphitunartæki og mega einnig nota tækin ef þau eru með uppáskrifað frá foreldrum, leyfið sé metið af foreldrum. Unglingarnir þurfa sýnikennslu á tækin og ef þau fara ekki eftir fyrirmælum er þeim vísað frá.  
  • Starfs­dagur leik­skólans Brekku­bæjar

    ​Starfsdagur leikskólans færður til frá 10. febrúar til 13. febrúar. Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 12:38.