Fjöl­skylduráð

Fundur nr. 4

Kjörtímabilið 2022—2026

8. nóvember 2022

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 11:30
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð

Fundur var haldinn í fjölskylduráði, þriðjudaginn 8. nóvember 2022 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 11:30.

1. Erindi#1-erindi

  • Leik­skóli

    a)Drög af reglum um lágmarksmönnun í leikskólanum Brekkubæ lögð fram til samþykkis. Samþykkt með breytingum.

    b)Skráning barna fyrir jólafrí í leikskólanum. Leikskólastjóra falið að vinna málið áfram með breytingum á orðalagi. Samþykkt samhljóða.

  • Sundabúð

    a)Upplýsingar varðandi styttingu biðlista í íbúðir aldraðra í Sundabúð. 
    Þórhildur upplýsti ráðið um stöðu mála.

    b)Aðgengi að sólpalli á hjúkrunardeild
    Fjölskylduráðið hvetur sveitastjórn til að láta laga aðgengi að sólpalli fyrir næsta sumar. Eins og aðgengið er núna á fólk í hjólastól og með göngugrindur erfitt með að komast út/inn án aðstoðar. Ráðið leggur til að aðgengi úti almennt varðandi kanta og fleira sé skoðað og unnið í samstarfi við iðjuþjálfa. Einnig vill ráðið hvetja til þess að gluggar í sólstofu verðir stækkaðir svo fólk í hjólastól geti horft út.

    c)Teikningar af viðbyggingu/breytingu á Sundabúð
    Lagðar fram til kynningar teikningar af breytingum á hjúkrunardeild Sundabúðar síðan 2015. Á þeim tillögum er borðsal og eldhúsi breytt í sjúkrastofur og nokkrar útfærslur kynntar þar sem borðsalur og eldhús er
    t.d. í viðbyggingu með tengigangi.
     
    Fjölskylduráð vill hvetja sveitastjórn til að skoða málið og taka upp að nýju með það að leiðarljósi að allir íbúar geti fengið einbýli.

  • Bíll fyrir fólk í hjóla­stól - ferl­iþjón­usta aldr­aðra

    ​Lagt er til að fela iðjuþjálfa Vopnafjarðarhrepps að skoða reglur og útfærslu á ferliþjónustu í öðrum sveitarfélögum og skila minnisblaði til fjölskylduráðs fyrir næsta fund, 6. desember. Samþykkt samhljóða.

  • Farsæld barna:

    a)Reglugerð um samþættingu þjónustu við farsæld barna - tengiliðir og málsstjórar. Lagt fram til kynningar.
    b)Leiðbeinandi spurningalistar Barnvæns sveitafélags, lagt fram til kynningar.
    c)Barnvænt hagsmunamat - ákvarðanataka innan sveitafélaga. Lagt fram til kynningar.

  • Heilsu­vika 28. nóv til 3 des lagt fram til samþykkis

    ​Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:00.