Fjöl­skylduráð

Fundur nr. 3

Kjörtímabilið 2022—2026

18. október 2022

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 12:00
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð

Fundur var haldinn í fjölskylduráði, þriðjudaginn 18. október 2022 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 12.

1. Erindi#1-erindi

  • Sandra Konráðs­dóttir leik­skóla­stjóri kynnir starf Brekku­bæjar.


    •47 börn eru á leikskólanum Brekkubæ  

    •Starfsmenn eru 16 og iðjuþjálfi starfar í 20% hlutastarfi.

    •Á Ásbrún er 24 börn, fimm starfsmenn eru þar samtals, þar af einn stuðningsfulltrúi. Á Dagsbrún eru 13 börn og þrír starfsmenn. Á Hraunbrún eru 9 börn og þrír starfsmenn og í janúar verða börnin 11 á Hraunbrún. Svo eru starfmenn sem leysa af í undirbúningi leikskólakennara og einnig eru einn starfsmaður sem leysir af í fjarveru starfsmanna. Einn skólaliði er á leikskólanum.

    •Komin er hljóðvist á Ásbrún og allt annað að vinna þar. Skálinn hefur einnig verið nýttur fyrir börn á Ásbrún. Sandra vonast til að hljóðvist verði sett í Skálann og inná deildirnar á næstu misserum. 

    •Samningur við Tröppu. Nemendur sem metnir eru í þörf fyrir þjónustu talmeinafræðings hitta talmeinafræðing á Teams einu sinni í viku. Leikskólastjóri lýsir yfir mikilli ánægju með þessa þjónustu. 

    •Sandra lýsti yfir ánægju með Skólaskrifstofu Múlaþings, Steinunn barnasálfræðingur hjá skólaskrifstofunni sinnir Vopnafirði og kemur reglulega.

    •Á starfsdegi leikskólans 17. október kom Kristjana Helga Thorarensen geðtengslafræðingur og vinnur með barnarverndarmál í Múlaþingi og Vopnafirði og var með fyrirlestur fyrir starfsmenn leikskólans. 

    •Leikskólinn er að innleiða Jákvæðan aga og eru þær með 52 verkfæri sem þær geta notað í það.  Barnafundir eru einu sinni í viku. Kennari hjálpar kennara og starfsmannasáttmáli er hluti af því.

    •Tákn með tali 

    •Leikskólinn er að fá Grænfánann í 7. skiptið og er næsta verkefni þeirra Hnattrænt jafnrétti þar sem leikskólinn getur nýtt fjölþjóðlega fræðslu ásamt því að styrkja SOS barn.

    •Gott starfsfólk á leikskólanum 

    •Útfærsla á styttingu vinnuvikunnar krefjandi. Erfitt að fá pláss til kl. 16 í leikskóla vegna m.a. vinnustyttingar.

  • Reglur um lágmarks­mönnun í leik­skólum

    ​Sandra kynnir reglur Múlaþings um lágmarksmönnun á leikskólum þar.

    Lagt er til að leikskólastjóri geri drög að sambærilegum reglum fyrir leikskólann Brekkubæ sem verði tilbúin fyrir næsta fund fjölskylduráðs, 8. nóvember, og verði teknar fyrir þá. 
    Samþykkt samhljóða. 


    Axel Örn fer af fundi kl. 12:45.
  • Tjald­svæðið við Merk­istún

    ​Fjölskylduráð er mjög jákvætt fyrir því að setja tjaldstæðismál í vinnslu en finnst erfitt að veita umsögn um tillöguna án upplýsinga um frekari útfærslu og tímaramma. 

    Fjölskylduráð leggur til að gerð sé áætlun um varanlega lausn á snyrtiaðstöðu í staðinn fyrir að færa gömlu aðstöðuna. Hugsanlega þurfi að huga að heilsársnýtingu og þannig að ferðamenn sem eiga leið um bæinn komist á salerni. 
    Fjölskylduráð leggur áherslu á leiksvæði fyrir börn við nýtt tjaldsvæði og að aðgengi að íþróttasvæði sé gott.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 13:10.