Atvinnu- og ferða­mála­nefnd

Fundur nr. 7

Kjörtímabilið 2018—2022

28. janúar 2022

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 16:15

Fundargerð atvinnu- og ferðamálanefndar 28. janúar 2022 kl. 16:15.

1. Almenn mál#1-almenn-mal

 • Bréf frá smábáta­sjó­mönnum á Vopna­firði

  ​Bréfið lesið upp. Sjómenn leggja til að sérregla gildi fyrir Vopnafjarðarhrepp við úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2021/2022. Um er að ræða reglugerð nr. 995/2021 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa.

   Talað um að fá reglugerð breytt eins og sjómenn fara fram á. Fundurinn samþykkir að setja sig ekki upp á móti þessari hugmynd, fordæmi fyrir þessu annarsstaðar.

   


 • Úthlutun byggða­kvóta 2021/2022

  ​Formaður leggur til að farið sé eftir veiðireynslu eins og gert hefur verið. Nefndin sammála að fara þessa leið, samþykkt samhljóða. 

 • Önnur mál

  ​Rætt um ferðamál og mögulega ráðningu á ferðamálafulltrúa. Rætt um að reyna að koma umræðunni af stað og ráða ferðamálafulltrúa á staðinn.

  Rætt um að halda áfram með vinnu nefndarinnar með Framfara- og ferðamálafélaginu, sem fór af stað eftir opinn fund fyrir ári síðan. Sent er með þessari fundargerð bréf sem samið var til sveitarstjórnar á opnum fundi af nefndinni og Framfara- og ferðamálafélaginu. 


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:00.