Plássið tillaga að vernd­ar­svæði í byggð í miðbæ Vopna­fjarð­ar­kaup­túns

Frestur fyrir athugasemdir

16. júní 2023

Sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps hefur samþykkt að auglýsa tillögu að vernd­ar­svæði í byggð í miðbæ Vopna­fjarð­ar­kaup­túns í samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015. Svæðið sem tillagan nær til er við höfnina upp frá Kola­portinu og Kaup­vangi, nær upp að Kolbeins­götu inn fyrir kirkjuna og út fyrir Slát­ur­húsið. Markmið tillögu að vernd­ar­svæði í byggð er að stuðla að vernd og varð­veislu byggðar sem hefur sögu­legt gildi.

Tillagan ásamt grein­ar­gerð, húsa­könnun á svæðinu og forn­leif­a­skrán­ingu mun liggja frammi á skrif­stofu sveit­ar­fé­lagsins að Hamra­hlíð 15, Vopna­firði og á heima­síðu Vopna­fjarð­ar­hrepps www.Vopna­fjar­dar­hreppur.is. frá 4. maí 2023 til og með 16. júní 2023.

Almenn­ingi er gefinn kostur á að gera athuga­semdir við tillöguna til og með 16. júní 2023. Senda skal skrif­legar athuga­semdir til skipu­lags­full­trúa Vopna­fjarð­ar­hepps Kaup­vangi 5, 700 Egil­stöðum eða á netfangið sigurdur.jonsson@efla.is.