Frestur fyrir athugasemdir
23. febrúar 2024
23. febrúar 2024
Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps auglýsir hér með opið hús í Miklagarði þar sem íbúar geta kynnt sér drög að að nýju deiliskipulagi fyrir Holtahverfið á Vopnafirði, skv. ákv. gr. 5.6.1 í skipulagsreglugerð.
Skipulagstillagan er kynnt á vinnslustigi í samræmi við 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagið nær til Holtahverfis, íbúðabyggðarinnar efst í kauptúninu. Ekkert deiliskipulag nær til þessa svæðis í dag. Markmiðið er að ná fram heilstæðu skipulagi og yfirbragði fyrir hverfið sem eina heild. Þá er stefnt að nýtingu auðra svæða undir nýjar íbúðahúsalóðir og nýta betur land og innviði í þéttbýlinu, ásamt því að styrkja hverfið á sama tíma.
Tillagan verður kynnt á opnum fundi í Miklagarði á Vopnafirði, þriðjudaginn 6. febrúar n.k. kl. 16:00. Hefst fundurinn með kynningu skipulagsráðgjafa á tillögunni.
Tillagan er aðgengileg á vef sveitarfélagsins og í gegnum Skipulagsgáttina, mál nr. 38/2024 sem er nýr vefur Skipulagsstofnunar.
Almenningi er gefinn kostur á að senda inn ábendingar til og með 23. febrúar 2024. Tekið er á móti athugasemdum á rafrænan hátt í gegnum Skipulagsgátt hér.
Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum gegnum netfangið sigurdur.jonsson@efla.is
Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Vopnafjarðarhreppi
Sigurður Jónsson
Deiliskipulag Holtahverfis | pdf / 1 mb |
Deiliskipulag Holtahverfis uppdráttur | pdf / 860 kb |