Athugið að frestur til að skila inn athugasemdum er liðinn

Deili­skipulag: Breyting fyrir miðhluta hafn­ar­svæðis

Frestur fyrir athugasemdir

12. mars 2021

Sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps auglýsir hér með tillögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi miðhluta hafn­ar­svæðis á Vopna­firði, skv. 1.mgr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

Samkvæmt breyt­ing­unni er hverf­is­vernd aflétt af Hafn­ar­byggð 16 vegna niðurrifs. Samkvæmt gild­andi deili­skipu­lagi er húsið verndað með hverf­is­vernd sem byggir á niður­stöðum húsa­könn­unar sem unnin var við gerð deili­skipu­lagsins. Húsið var reist fyrir Rafmangsveitur ríkisins, RARIK en eftir að aðgengi að rafmagni batnaði var rafstöðin lögð af.

Tillagan verður til sýnis á skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps, Hamra­hlíð 15, Vopna­firði, frá og með fimmtu­deg­inum 28. janúar nk. til föstu­dagsins 12. mars 2021.

Þeim sem telja sig eiga hags­muna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athuga­semdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athuga­semdum er til föstu­dagsins 12. mars 2021. Skila skal athuga­semdum til skipu­lags- og bygg­ing­ar­full­trúa Vopna­fjarð­ar­hrepps, Hafn­ar­götu 28, 710 Seyð­is­firði eða á netfangið sigurdur.jonsson@efla.is.

Hver sá, sem eigi gerir athuga­semdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur henni.

Fylgiskjal#fylgiskjal