Athugið að frestur til að skila inn athugasemdum er liðinn

Aðal­skipu­lags­breyting vegna veiði­húss í Ytri Hlíð

Frestur fyrir athugasemdir

2. apríl 2021

Sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps auglýsir hér með tillögu að breyt­ingu á aðal­skipu­lagi Vopna­fjarð­ar­hrepps 2006 – 2026 skv. 31. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Breyting á aðal­skipu­lagi varðar veiðihús í Ytri- Hlíð.

Sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps áformar breyt­ingu á aðal­skipu­lagi Vopna­fjarðar 2006 – 2026 til samræmis við áform sveit­ar­stjórnar um eflingu og aukna fjöl­breytni í atvinnu­lífi. Breyt­ing­arnar felast í bygg­ingu nýs veiði­húss í Ytri Hlíð, vega­gerð að veiði­húsinu, vatnstöku­svæði og tilheyr­andi fram­kvæmdum.

Aðal­skipu­lagstil­lagan ásamt grein­ar­gerð og umhverf­is­skýrslu verður til sýnis á skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps, Hamra­hlíð 15 á Vopna­firði frá og með fimmtu­deg­inum 18. febrúar nk. til föstu­dagsins 2. apríl 2021. Tillagan er einnig til sýnis hjá Skipu­lags­stofnun, Borg­ar­túni 7b, 105 Reykjavík á sama tíma.

Þeim sem telja sig eiga hags­muna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athuga­semdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athuga­semdum er til föstu­dagsins 2. apríl 2021. Skila skal athuga­semdum til skipu­lags- og bygg­ing­ar­full­trúa Vopna­fjarð­ar­hrepps, Hafn­ar­götu 4, 710 Seyð­is­firði eða á netfangið sigurdur.jonsson@efla.is  til og með 2. apríl 2021.

Hver sá, sem eigi gerir athuga­semdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur henni.