Athugið að frestur til að skila inn athugasemdum er liðinn

Heild­ar­end­ur­skoðun aðal­skipu­lags Vopna­fjarð­ar­hrepps

Frestur fyrir athugasemdir

3. apríl 2024

Aðal­skipulag Vopna­fjarð­ar­hrepps 2006-2026, heild­ar­end­ur­skoðun, nýtt aðal­skipulag til 2024 – kynning á vinnslu­stigi.

Sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps auglýsir hér með opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér drög að heild­ar­end­ur­skoðun á aðal­skipu­lagi skv. ákv. gr. 4.6.1 í skipu­lags­reglu­gerð ásamt drögum að umhverf­is­mats­skýrslu.

Kynntar er þær breyt­ingar sem fyrir­hug­aðar eru á aðal­skipu­laginu, bæði breyt­ingar á uppdráttum og breyt­ingar á skipu­lags­ákvæðum í grein­ar­gerð. Samhliða eru kynnt drög að umhverf­is­mati áætl­un­ar­innar.

Aðal­skipu­lags­breyt­ingin er unnin í samræmi við skipu­lagslög nr. 123/2010 og lög um umhverf­ismat fram­kvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Tillög­urnar verða kynntar á opnum fundi í Mikla­garði á Vopna­firði, miðviku­daginn 28. febrúar 2024,  kl. 16:10.

Tillög­urnar eru aðgengi­legar á vef sveit­ar­fé­lagsins og í gegnum Skipu­lags­gáttina, sem er nýr vefur Skipu­lags­stofn­unar, mál nr. 196/2024.

Almenn­ingi er gefinn kostur á að koma með ábend­ingar á kynn­ing­unni og senda inn ábend­ingar til og með 3. apríl 2024. Tekið er á móti athuga­semdum og ábend­ingum á rafrænan hátt í gegnum Skipu­lags­gátt hér. Hægt er að óska eftir nánari leið­bein­ingum gegnum netfangið sigurdur.jonsson@efla.is

Hægt er að nálgast drög að breyt­ing­ar­til­lögu ásamt drögum að umhverf­is­mati og tilheyr­andi gögnum í Skipu­lags­gátt­inni, á heima­síðu Vopna­fjarð­ar­hrepps og á skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps að Hamra­hlíð 15, Vopna­firði.