Frestur fyrir athugasemdir
3. apríl 2024
3. apríl 2024
Aðalskipulag Vopnafjarðarhrepps 2006-2026, heildarendurskoðun, nýtt aðalskipulag til 2024 – kynning á vinnslustigi.
Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps auglýsir hér með opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér drög að heildarendurskoðun á aðalskipulagi skv. ákv. gr. 4.6.1 í skipulagsreglugerð ásamt drögum að umhverfismatsskýrslu.
Kynntar er þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á aðalskipulaginu, bæði breytingar á uppdráttum og breytingar á skipulagsákvæðum í greinargerð. Samhliða eru kynnt drög að umhverfismati áætlunarinnar.
Aðalskipulagsbreytingin er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Tillögurnar verða kynntar á opnum fundi í Miklagarði á Vopnafirði, miðvikudaginn 28. febrúar 2024, kl. 16:10.
Tillögurnar eru aðgengilegar á vef sveitarfélagsins og í gegnum Skipulagsgáttina, sem er nýr vefur Skipulagsstofnunar, mál nr. 196/2024.
Almenningi er gefinn kostur á að koma með ábendingar á kynningunni og senda inn ábendingar til og með 3. apríl 2024. Tekið er á móti athugasemdum og ábendingum á rafrænan hátt í gegnum Skipulagsgátt hér. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum gegnum netfangið sigurdur.jonsson@efla.is
Hægt er að nálgast drög að breytingartillögu ásamt drögum að umhverfismati og tilheyrandi gögnum í Skipulagsgáttinni, á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps og á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps að Hamrahlíð 15, Vopnafirði.
V291N Aðalskipulag Vopnafjarðarhrepps 2040 240222 (003) | pdf / 889 kb |
V291N Aðalskipulag Vopnafj 2040 UMHVERFISSKÝRSLA 240222 | pdf / 7 mb |
V291N Sveitarfélagsuppdráttur 230609 1 | pdf / 13 mb |
V291N Þemakortin 230908 1 | pdf / 31 mb |
V291N Þéttbýlisuppdráttur 230609 | pdf / 2 mb |