Bygg­ing­ar­leyfi

Til að byggja nýtt hús, endur­byggja hús, rífa hús, byggja við hús eða breyta húsi þarf bygg­ing­ar­leyfi. Einnig þarf að bera leyfi fyrir sólpöllum, girð­ingum, heitum pottum, garð­hýsum og skúrum undir bygg­ing­ar­stjóra.

Skil­yrði þess að hægt sé að gefa út bygg­ing­ar­leyfi er að bygg­ing­ar­stjóri og meist­arar sem bera ábyrgð á fram­kvæmd­inni hafi undir­ritað yfir­lýs­ingu og búið sé að skila öllum sérteikn­ingum o.s.frv. eins og getið er í reglu­gerð­inni.

Skipulags- og byggingarfulltrúi#skipulags-og-byggingarfulltrui

Umsóknarferlið#umsoknarferlid

Umsókn er send í gegnum rafræna gátt Húsnæðis- og mann­virkja­stofn­unar þar sem umsækj­andi er leiddur í gegnum ferlið.

 1. Umsækj­andi sendir inn umsókn.
 2. Bygg­ing­ar­full­trúi tekur umsóknir til meðferðar/afgreiðslu.
 3. Málið fer fyrir skipu­lags- og umhverf­is­nefnd sem fundar að jafnaði einu sinni í mánuði.
 4. Svar­bréf sent til umsækj­anda.

Ábend­ingum og kvört­unum má koma til bygg­inga­full­trúa.

Frekari leið­bein­ingar fyrir umsókn um bygg­ing­ar­leyfi fyrir þá sem sækja um rafrænt á „mínum síðum“ Húsnæðis- og mann­virkja­stofn­unar má finna hér.

Lög og reglu­gerðir varð­andi bygg­ingamál má nálgast á vef Mann­virkja­stofn­unar.

Úttektir#uttektir

Við úttektir vegna húsbygg­inga ber að hafa eftir­far­andi í huga:

 • Úttektir á sökklum, lögnum í grunn, þ.m.t. rör fyrir rafmagns­heimtaugar áður en hulið er yfir.
 • Grunni áður er plata er steypt, járna­lögnum í plötur, veggi og bita.
 • Grindum, bitum og þaki áður er einangrað er og lokað.
 • Frágangi á klæðn­ingu þaka, ystu klæðn­ingu veggja – bæði úr timbri og öðrum efnum.
 • Neyslu-, hita­vatns-, hita og kæli­kerfum ásamt einangrun þeirra
 • Frárennslis-, regn­vatns- og þerri­lögnum.
 • Tækjum og búnaði vegna loftræsti og loft­hit­un­ar­kerfa.
 • Úttektir á verk­þáttum vegna eldvarna.
 • Þáttum er varðar aðgengi m.t.t. fatl­aðra.

Fokheld­isút­tekt. Bygg­ing­ar­stjóra ber að tilkynna bygg­ing­ar­full­trúa þegar bygging er fokheld. Allir uppdrættir skulu hafa borist bygg­ing­ar­full­trúa fyrir útgáfu fokheldi­vott­orðs ásamt bruna­trygg­ingu hússins. Farið er yfir úttekta­feril áður en fokheld­is­vottorð er gefið út.

Loka­út­tekt. Fyrir útgáfu loka­út­tektar skulu meist­arar vera búnir að gefa út yfir­lýs­ingu um að byggt hafi verið eftir samþykktum teikn­ingum, stöðlum og reglu­gerðum.

Bygg­ing­ar­stjóra er skylt að vera við allar úttektir.