Til að byggja nýtt hús, endurbyggja hús, rífa hús, byggja við hús eða breyta húsi þarf byggingarleyfi. Einnig þarf að bera leyfi fyrir sólpöllum, girðingum, heitum pottum, garðhýsum og skúrum undir byggingarstjóra.
Skilyrði þess að hægt sé að gefa út byggingarleyfi er að byggingarstjóri og meistarar sem bera ábyrgð á framkvæmdinni hafi undirritað yfirlýsingu og búið sé að skila öllum sérteikningum o.s.frv. eins og getið er í reglugerðinni.
Skipulags- og byggingarfulltrúi#skipulags-og-byggingarfulltrui
Umsóknarferlið#umsoknarferlid
Umsókn er send í gegnum rafræna gátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem umsækjandi er leiddur í gegnum ferlið.
- Umsækjandi sendir inn umsókn.
- Byggingarfulltrúi tekur umsóknir til meðferðar/afgreiðslu.
- Málið fer fyrir skipulags- og umhverfisnefnd sem fundar að jafnaði einu sinni í mánuði.
- Svarbréf sent til umsækjanda.
Ábendingum og kvörtunum má koma til byggingafulltrúa.
Frekari leiðbeiningar fyrir umsókn um byggingarleyfi fyrir þá sem sækja um rafrænt á „mínum síðum“ Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar má finna hér.
Lög og reglugerðir varðandi byggingamál má nálgast á vef Mannvirkjastofnunar.
Úttektir#uttektir
Við úttektir vegna húsbygginga ber að hafa eftirfarandi í huga:
- Úttektir á sökklum, lögnum í grunn, þ.m.t. rör fyrir rafmagnsheimtaugar áður en hulið er yfir.
- Grunni áður er plata er steypt, járnalögnum í plötur, veggi og bita.
- Grindum, bitum og þaki áður er einangrað er og lokað.
- Frágangi á klæðningu þaka, ystu klæðningu veggja – bæði úr timbri og öðrum efnum.
- Neyslu-, hitavatns-, hita og kælikerfum ásamt einangrun þeirra
- Frárennslis-, regnvatns- og þerrilögnum.
- Tækjum og búnaði vegna loftræsti og lofthitunarkerfa.
- Úttektir á verkþáttum vegna eldvarna.
- Þáttum er varðar aðgengi m.t.t. fatlaðra.
Fokheldisúttekt. Byggingarstjóra ber að tilkynna byggingarfulltrúa þegar bygging er fokheld. Allir uppdrættir skulu hafa borist byggingarfulltrúa fyrir útgáfu fokheldivottorðs ásamt brunatryggingu hússins. Farið er yfir úttektaferil áður en fokheldisvottorð er gefið út.
Lokaúttekt. Fyrir útgáfu lokaúttektar skulu meistarar vera búnir að gefa út yfirlýsingu um að byggt hafi verið eftir samþykktum teikningum, stöðlum og reglugerðum.
Byggingarstjóra er skylt að vera við allar úttektir.