Frá 27. október til 2. nóvember verður Dögum myrkurs fagnað á Austurlandi, líkt og undanfarin ár. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem árleg byggðahátíð Austurlands þar sem samfélagið kemur saman til að njóta samveru, lista og fjölbreyttra uppákoma.
Á Bóksafni Vopnafjarðar verður kósý stemning á opnunartíma alla vikuna, litablöð og litir og getraun.
Ljósmyndasamkeppni verður að venju hluti af hátíðinni. Þátttakendur eru hvattir til að deila myndum á samfélagsmiðlum, merkja @dagarmyrkurs og nota myllumerkið #dagarmyrkurs25. Síðasti dagur til að senda inn myndir er 2. nóvember. Í verðlaun eru 50.000 krónur.
Nánar á vef Austurbrúar hér.










