Dagar myrkurs 2025

Frá 27. október til 2. nóvember verður Dögum myrkurs fagnað á Aust­ur­landi, líkt og undan­farin ár. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem árleg byggða­hátíð Aust­ur­lands þar sem samfé­lagið kemur saman til að njóta samveru, lista og fjöl­breyttra uppá­koma.

Á Bóksafni Vopna­fjarðar verður kósý stemning á opnun­ar­tíma alla vikuna, lita­blöð og litir og getraun.

Ljós­mynda­sam­keppni verður að venju hluti af hátíð­inni. Þátt­tak­endur eru hvattir til að deila myndum á samfé­lags­miðlum, merkja @dagar­myrkurs og nota myllu­merkið #dagar­myrkurs25.  Síðasti dagur til að senda inn myndir er 2. nóvember. Í verð­laun eru 50.000 krónur. 

Nánar á vef Aust­ur­brúar hér.