Uppbygg­ing­ar­sjóður Aust­ur­lands


Hlut­verk og tilgangur Uppbygg­ing­ar­sjóðs Aust­ur­lands er að styrkja menn­ingar–, atvinnu– og nýsköp­un­ar­verk­efni á Aust­ur­landi í samræmi við samning um Sókn­aráætlun lands­hlutans.

Uppbygg­ing­ar­sjóður Aust­ur­lands er samkeppn­is­sjóður og eru umsóknir metnar út frá mark­miðum og áherslum sem fram koma í Sókn­aráætlun Aust­ur­lands 2020–2024 og þeim reglum og viðmiðum sem hér koma fram. Úthlutað er úr sjóðnum árlega til verk­efna á sviði menn­ingar annars vegar, þar á meðal stofn– og rekstr­ar­styrkjum, og til atvinnu– og nýsköp­un­ar­verk­efna hins vegar. Aust­urbrú fer með umsýslu og verk­efna­stjórn Uppbygg­ing­ar­sjóðs í umboði Sambands sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi (SSA). Fagráð og úthlut­un­ar­nefnd Uppbygg­ing­ar­sjóðs eru skipuð af stjórn SSA.

Á vefsíðu Aust­ur­brúar má finna frekari upplýs­ingar um sjóðinn.