Hlutverk og tilgangur Uppbyggingarsjóðs Austurlands er að styrkja menningar–, atvinnu– og nýsköpunarverkefni á Austurlandi í samræmi við samning um Sóknaráætlun landshlutans.
Uppbyggingarsjóður Austurlands er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá markmiðum og áherslum sem fram koma í Sóknaráætlun Austurlands 2020–2024 og þeim reglum og viðmiðum sem hér koma fram. Úthlutað er úr sjóðnum árlega til verkefna á sviði menningar annars vegar, þar á meðal stofn– og rekstrarstyrkjum, og til atvinnu– og nýsköpunarverkefna hins vegar. Austurbrú fer með umsýslu og verkefnastjórn Uppbyggingarsjóðs í umboði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA). Fagráð og úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs eru skipuð af stjórn SSA.
Á vefsíðu Austurbrúar má finna frekari upplýsingar um sjóðinn.