Athugið að þessi viðburður er liðinn

Kynning um skrán­ingu örnefna

24. mars kl. 16:00

Sambúð

Á vegum Nátt­úru­fræði­stofn­unar er ötul­lega unnið að skrán­ingu örnefna vítt og breitt um landið á vef sem heitir Örnefna­grunnur Íslands. Þar eru örnefni hnituð inn, afmörkuð, stað­sett og stað­fest. Heim­ildir eru gjarnan sóttar í skjala­safn stofn­un­ar­innar, en einnig gegna heim­ild­ar­menn á hverjum stað mikil­vægu hlut­verki. Örnefni skráð í grunninn eru þannig varð­veitt um ókomna tíð í vefum­hverfi sem öllum er aðgengi­legt. Með því móti varð­veitast sögu- og menn­ing­ar­verð­mæti sem í örnefnum felast, fjár­sjóður fyrir komandi kynslóðir.

Næst­kom­andi mánudag verður kynning á því hvernig skráning örnefna fer fram í Örnefna­grunninn og verður sérstak­lega horft til þess að gera átak í þeim efnum á Vopna­firði.

Halldór Valdi­marsson frá Húsavík og Emil Björnsson frá Egils­stöðum segja frá reynslu þeirra (sinni) af örnefn­skrá­ingu í Þing­eyj­ar­sýslum og Múla­þingi, en þar hefur mikið gerst í þeim efnum á liðnum árum. Einnig verður sýnt hvernig skráning fer fram. Kynn­ingin er öllum opin sem áhuga hafa á þessu mikil­væga málefni.

Staður: Sambúð

Tími: Mánu­dagur 24. mars nk. kl. 16:00