Stóri Plokkdagurinn er á sunnudaginn 27. apríl 2025!
Vopnafjarðarhreppur hvetur íbúa til að plokka rusl í sínu nærumhverfi og taka þátt í stóra Plokkdeginum sem haldinn verður þann dag um allt land.
Sveitarfélagið verður með gám fyrir utan gámasvæðið uppi á Búðaröxl fyrir poka.
Hvað þarf ég?
- Plastpoka
- Snæri eða bensli til að loka plastpokunum svo ekkert fjúki úr þeim þegar búið er að fylla þá
- Plokktangir eru ágætar, ekki nauðsynlegar.
Hvernig erum við útbúin:
- Klæðum okkur eftir aðstæðum. Hanskar eru ákjósanlegir.
Frágangur á plokki:
- Bindum vel fyrir lokana og skorðum þá þannig að ekki fjúki upp úr þeim og þeir fjúki ekki sjálfir.
- Förum með í gáminn sem verður staðsettur á Búðaröxl.