Starfa­messa Aust­ur­lands

19. september kl. 10:00

Íþróttahúsið á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 26

Starfa­messa verður haldin fimmtu­daginn 19. sept­ember frá kl. 10:00-14:00 í íþrótta­húsinu á Egils­stöðum. 

Mark­miðið er að kynna störf og starfs­greinar í heima­byggð fyrir ungu fólki í lands­hlut­anum, ásamt því að vekja athygli á fjöl­breyttum fram­tíð­ar­tæki­færum á Aust­ur­landi. Gestir Starfa­messu Aust­ur­lands 2024 eru allir nemendur í 9. og 10 bekk grunn­skóla ásamt fyrsta árs nemendum fram­halds­skóla. Sýningin verður á skóla­tíma og er reiknað með um 400 nemendum.

Fyrir­tækjum og stofn­unum á Aust­ur­landi býðst sér að kostn­að­ar­lausu að taka þátt og setja upp sýning­arbás og kynna þau störf sem unnin eru:

  • Hver er starf­semin og hvert er markmið hennar
  • Hvað þarf til að byggja upp viðkom­andi atvinnu­grein hvað varðar nám og reynslu
  • Möguleg sýnis­horn af afrakstri/afurðum/áhrifum
  • Hugmyndir að afmörk­uðum verk­efnum fyrir nema á fram­halds- og háskóla­stigi

Nánar á vef Aust­ur­búar hér.