Athugið að þessi viðburður er liðinn

Smáheimar íslenskra þjóð­sagna og leik­fanga­sýning í Kaup­vangi

28. nóvember kl. 14:00

Kaupvangur

Íslenskar þjóð­sögur hafa veitt ómælda afþrey­ingu í gegnum aldirnar og gera enn.  Smáheimar íslenskra þjóð­sagna er spenn­andi menn­ing­ar­verk­efni sem unnið var á Vopna­firði í vetur.  Afrakst­urinn er 10 þrívídd­ar­verk, smáheimar, sem sýna brot úr 10 íslenskum þjóð­sögum.

Smáheim­arnir voru unnir af heima­fólki á Vopna­firði en verk­efna­stjóri er lista­konan Sigrún Lára Shanko. Við gerð verk­anna voru endur­vinnsla og nýtni höfð að leið­ar­ljósi. Efni­viður verk­anna er að mestu endurunninn eða fundinn úti í nátt­úr­unni.

Þess má geta að enginn þátt­tak­andi í verk­efninu hafði reynslu af gerð smáheima.

Sýning á umræddum verkum verður opnuð 1. sunnudag í aðventu, 28. nóvember n.k., á annarri hæð í Kaup­vangi.

Þann dag verður sýningin opin á milli klukkan 14  og 17.

Sýningin mun einnig verða opin laug­ar­daga og sunnu­daga fram til jóla á milli klukkan 14 og 17.

Á sama tíma verður opin leik­fanga­sýning, en þar verða eingöngu til sýnis leik­föng frá því fyrir árið 1964 sem eru í eigu bæjarbúa.

Allir velkomnir!

Styrktarað­ilar smáheima­verk­efn­isins: Vopna­fjarð­ar­hreppur, SSA, Steiney og Hirð­fíflin.

Næstu dagsetningar#naestu_dagsetningar