Námskeið: ChatGPT frá A til Ö

19. mars kl. 08:30

Mikligarður

Námskeið í notkun á gervi­greind ChatGPT verður haldið í Mikla­garði 19. mars 8:30-11:30 og 12:30-15:30.

Verð: 69.500 kr. Hægt er að sækja um styrk hjá stétt­ar­fé­lögum.

Skrán­ing­ar­frestur er til 7. mars.

Skráning fer fram á vef Aust­ur­brúar hér.

Námskeiðslýsing#namskeidslysing

Lærðu að nota gervi­greind á skil­virkan og hagnýtan hátt til að ná árangri bæði í vinnu og einka­lífi. Þetta tveggja daga námskeið miðar að því að byggja upp sjálfs­traust og þekk­ingu þátt­tak­enda á notkun ChatGPT. Þátt­tak­endur læra að nota gervi­greind til að leysa raun­veruleg verk­efni og kynnast fjöl­breyttum mögu­leikum þess­arar bylt­ing­ar­kenndu tækni. 

Fyrsta daginn er lagður  grunn­urinn að spuna­greind og gefin yfirsýn af notenda­við­móti ChatGPT og ýmis dæmi og æfingar lögð fyrir til að kynna einfalda notkun þess. Rætt er um rétt og gagnleg viðhorf gagn­vart tækn­inni, hvernig má innleiða hana í ýmis verk­efni og helstu takmark­anir hennar.

Annan daginn er svo farið yfir í flóknari verk­efni og notkun ýmissa tóla í ChatGPT. Farið verður yfir praktíska grein­ingu og notkun á mynd­efni, snjallsíma­for­ritið, upplýs­inga­leit, gagna­grein­ingu og gerð snið­máta og flóknari æfingar. 

Kennslan er leidd af starfs­manni Javelin AI, fyrir­tæki sem sérhæfir sig í fræðslu og ráðgjöf tengdri gervi­greind. Höfundur námskeiðsins er Sverrir Heiðar Davíðsson, MSc í gervi­greind og gagna­vís­indum. Sverrir hefur mikla reynslu að baki í hagnýtun gervi­greindar og hefur haldið fyrir­lestra og námskeið á sviði gervi­greindar hjá fjöl­mörgum fyrir­tækjum og stofn­unum síðan október 2023. 

Aðrar upplýsingar#adrar-upplysingar

 

  • Námskeiðið er kennt á íslensku, en hluti efnis er á ensku þar sem æfingar og dæmi eru flutt á ensku. 
  • Þátt­tak­endur þurfa að vera með fartölvu og greidda áskrift að ChatGPT fyrir námskeiðið.
  • Ekki er leyfi­legt að taka upp eða streyma námskeiðinu nema þegar um er að ræða sérstakt samkomulag.