Morð­gátu­kvöld á Síreks­stöðum

24. október 2025

Síreksstaðir

Morð­gátu­kvöld 24. október – Takið kvöldið frá!
Víkingar og valkyrjur efna til fyrsta Hagyrð­inga­móts á Vopna­firði frá land­námi.
Það er ekki seinna vænna enda meira en hundrað ár frá fyrsta land­námi hér á Aust­fjörðum. Þar sem fátt er um hagyrð­inga í firð­inum enn sem komið er (a.m.k. er ekki mikið ort í Vopn­firð­inga­sögu) höfum við boðið goðum og góðkunn­ingjum um land allt að taka þátt. Heyrst hefur að Egill Skalla­grímsson ætli að leggja land undir fót þótt hrumur sé ásamt fleirum víðkunnum skáldum.
Nánar auglýst þegar nær dregur.
En þeir sem áhuga hafa á að taka þátt endi­lega skráið ykkur sem fyrst, aðeins 20 pláss.
Má senda skilaboð eða hringja í Karen 869-7461