Íþróttavika Evrópu (European week of Sport) fer fram vikuna 23. — 30. september víðsvegar um álfuna.*
Markmið vikunnar er að kynna mismunandi íþróttir og hreyfingu sem er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Hvetja til aukinnar hreyfingar og á þann hátt sporna við hreyfingaleysi almennings.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands heldur utan um verkefnið.
Þátttakendur eru hvattir til að sameinast undir slagorðinu #BeActive á samfélagsmiðlum.
Dagskrá vikunnar á Vopnafirði verður auglýst þegar nær dregur.
*Birt með fyrirvara um breytingar á dagsetningu