Íþrótta­vika Evrópu

23—30. september 2023

Íþrótta­vika Evrópu (European week of Sport) fer fram vikuna 23. — 30. sept­ember víðs­vegar um álfuna. 

Markmið vikunnar er að kynna mismun­andi íþróttir og hreyf­ingu sem er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkam­legu ástandi. Hvetja til aukinnar hreyf­ingar og á þann hátt sporna við hreyf­inga­leysi almenn­ings.
Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­band Íslands heldur utan um verk­efnið.

Þátt­tak­endur eru hvattir til að sameinast undir slag­orðinu #BeActive á samfé­lags­miðlum.

Dagskrá á Vopna­firði er eftir­far­andi:

Helgin 23. og 24. september #helgin-23-og-24-september

Dans­arar frá Afró Íslands halda námskeið í Afró dansi, 23. sept­ember fyrir börn og full­orðna í Mikla­garði.

Börn fædd 2016 — 2018
13:00 — 14:00

Börn fædd 2010 — 2015
14:30 — 15:30

16 ára og eldri
16:30 — 17:30

Á sunnudag verður frítt í sund í Selár­laug frá kl. 12:00 — 18:00.

Mánudagur 25. september#manudagur-25-september

Nánar auglýst síðar!

Þriðjudagur 26. september#thridjudagur-26-september

Frá kl. 16:00 Verður hægt að mæta í félags­mið­stöðina Drekann í opið hús og spreyta sig á borð­tennis.

Miðvikudagur 27. september#midvikudagur-27-september

Opið hús í félags­mið­stöð­inni Drek­anum frá kl. 16:00 þar sem hægt verður að spila Rafí­þróttir hjá Rafí­þrótta­deild Vopna­fjarðar.

Fimmtudagur 28. september#fimmtudagur-28-september

Íþrótta­dagur fyrir alla fjöl­skylduna í íþrótta­húsinu.

Föstudagur 29. september#fostudagur-29-september

Víða­vangashlaup í boði Brim – nánar auglýst síðar!

Laugardagur 30. september#laugardagur-30-september

Glófaxi býður börnum á hestbak í hest­húsa­hverfi Glófaxa.

Nánari upplýs­ingar koma þegar nær dregur.

Við vonumst til að sjá sem flesta á fjöl­breyttum íþrótta­við­burðum sem í boði verða á Vopna­firði!