Íþróttavika Evrópu (European week of Sport) fer fram vikuna 23. — 30. september víðsvegar um álfuna.
Markmið vikunnar er að kynna mismunandi íþróttir og hreyfingu sem er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Hvetja til aukinnar hreyfingar og á þann hátt sporna við hreyfingaleysi almennings.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands heldur utan um verkefnið.
Þátttakendur eru hvattir til að sameinast undir slagorðinu #BeActive á samfélagsmiðlum.
Dagskrá á Vopnafirði er eftirfarandi:
Helgin 23. og 24. september #helgin-23-og-24-september
Dansarar frá Afró Íslands halda námskeið í Afró dansi, 23. september fyrir börn og fullorðna í Miklagarði.
Börn fædd 2016 — 2018
13:00 — 14:00
Börn fædd 2010 — 2015
14:30 — 15:30
16 ára og eldri
16:30 — 17:30
Á sunnudag verður frítt í sund í Selárlaug frá kl. 12:00 — 18:00.
Mánudagur 25. september#manudagur-25-september
Nánar auglýst síðar!
Þriðjudagur 26. september#thridjudagur-26-september
Frá kl. 16:00 Verður hægt að mæta í félagsmiðstöðina Drekann í opið hús og spreyta sig á borðtennis.
Miðvikudagur 27. september#midvikudagur-27-september
Opið hús í félagsmiðstöðinni Drekanum frá kl. 16:00 þar sem hægt verður að spila Rafíþróttir hjá Rafíþróttadeild Vopnafjarðar.
Fimmtudagur 28. september#fimmtudagur-28-september
Íþróttadagur fyrir alla fjölskylduna í íþróttahúsinu.
Föstudagur 29. september#fostudagur-29-september
Víðavangashlaup í boði Brim – nánar auglýst síðar!
Laugardagur 30. september#laugardagur-30-september
Glófaxi býður börnum á hestbak í hesthúsahverfi Glófaxa.
Nánari upplýsingar koma þegar nær dregur.
Við vonumst til að sjá sem flesta á fjölbreyttum íþróttaviðburðum sem í boði verða á Vopnafirði!