Eygló verkefni Austurbrúar og Búnaðarsamband Austurlands bjóða íbúa Austurlands velkomna á fundi víða í landshlutanum.
Fundurinn er haldinn í Miklagarði 4. desember kl. 12:00.
Fjallað er um styrkmöguleika sem standa til boða fyrir heimili sem vilja spara orku og lækka rekstrarkostnað við húshitun.
Sérfræðingur frá Umhverfis- og orkostofnun flytur fræðsluerindi og verkefnastjóri Eyglóar fer yfir fjölbreytta valkosti við húshitun. Að lokinni kynningu verður tími fyrir umræður og spurningar frá fundargestum.