Líkt og undanfarna áratugi stendur Ungmennafélagið Einherji fyrir hátíðardagskrá í tilefni dagsins.
Við hvetjum Vopnfirðinga og aðra gesti til að taka þátt í hátíðarhöldum með okkur og njóta samverunnar. Hægt verður að kaupa blöðrur, veifur og tilheyrandi í Kauptúni.
Dagskrá dagsins er með nokkuð hefðbundnu sniði:
11:00 Hátíðarmessa í Hofskirkju#1100-hatidarmessa-i-hofskirkju
Hátíðarguðþjónusta í Hofskirkju kl. 11:00. Kór Vopnafjarðar- og Hofskirkju syngur undir stjórn Stephen Yates og sóknarprestur þjónar.
Fermt verður í guðsþjónustunni. Mætum í þjóðbúning ef við höfum tök á því!
13:00 Hátíðardagskrá hefst við Vopnafjarðarskóla#1300-hatidardagskra-hefst-vid-vopnafjardarskola
- Formaður Einherja setur hátíðina
- Hátíðarræða
- Fjallkona les ljóð
- Félagar í Glófaxa munu teyma undir börnum ofan við skólavöll
- Fótboltaleikur hjá yngstu börnunum
- Matthildur stýrir leikjum fyrir krakkana
- Vítaspyrnukeppni á sparkvellinum
14:30 Skrúðganga frá skólanum inn að Miklagarði#1430-skrudganga-fra-skolanum-inn-ad-miklagardi
15:00 Hátíðarkaffi#1500-hatidarkaffi
Verð fyrir hátíðarkaffi er 1500 kr fyrir 13 ára og eldri, 1000 kr fyrir 6-12 ára en frítt fyrir yngri en 6 ára. Hvetjum fólk til að mæta í þjóðbúningi.
Við viljum vekja athygli á að hluti Lónabrautar ofan við skólann verður lokaður á meðan á hátíðarhöldum stendur.
Athugið að dagskrá gæti breyst með stuttum fyrirvara vegna veðurs.
Við viljum svo hvetja alla til að mæta á leikinn hjá stelpunum Einherji – ÍR sem fer fram sunnudaginn 18 júní kl. 13:00
Gleðilega hátíð!
Ungmennafélagið Einherji