Krabbamein kemur öllum við!
Sunnudaginn 16. mars 2025 kl.17:00, kemur Snæbjörn Ómar Guðjónsson í heimsókn til okkar og ætlar að halda fyrirlestur um áhrif krabbameins á fjölskyldur og aðstandendur. Snæbjörn er sérfræðingur í geðhjúkrun sem starfar á Sjúkrahúsinu á Akureyri og hefur verið að fjalla um þessi málefni hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Fyrirlesturinn verður í Safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju.
Aðgangur er ókeypis og verður boðið uppá súpu og brauð og létt spjall að fyrirlestrinum loknum. Allir velkomnir Krabbameinsfélag Ausurlands.