Heilsudagar Brims og Vopnafjarðarhrepps er samvinnuverkefni með það að leiðarljósi að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá alla daga vikunnar sem tekur mið af þáttum eins og hreyfingu, mataræði, líkamsbeitingu og heilsufarsástandi.
Við fáum til liðs við okkur úrval af góðu fólki með mikla þekkingu og reynslu sem við reynum að nýta til fulls. Eins koma að verkefninu frábærir einstaklingar úr nærsamfélaginu, grunnskóla, leikskóla, félagsmiðstöð og íþróttahúsi sem stuðla að betri heilsu allra bæjarbúa.
Því ættu sem flestir að hafa gagn og gaman að slíkri dagskrá.
Íþróttahús Vopnafjarðar býður upp á fríann prufutíma í líkamsræktina og sauna en bóka þarf tíma í sauna í síma 473 1492.
Frítt verður í Selárlaug alla vikuna, 13.-17. maí.
Kauptún býður upp á 15% afslátt af ávöxtum og grænmeti.