BRAS: Kennslu­bóka­brautir

12—30. september 2025

Íþróttahúsið

Þann 12. október ætlar lista­konan Saga Unnsteins að bjóða 6-11 ára börnum í vinnu­stofu þar sem þátt­tak­endur taka þátt í gerð á innsetn­ingu úr endurunnum blöðum og bókum.
Um er að ræða gagn­virkt lista­verk sem blandar saman leik, íþróttum, skemmd­ar­verki og sköpun. Mark­miðið er að auka skilning þátt­tak­enda á því hvað list getur verið með því að skapa eitt­hvað stórt úr smáu og eitt­hvað nýtt úr gömlu. Þau búa síðan til þrauta­braut í íþróttasal úr pappír – sem er líka list.
Vinnu­stofan fer fram frá 10:00 – 12:00 og síðan verður opið hús frá 12:00 – 13:30 þar sem allir eru hvattir til að mæta og njóta.
Smiðjan er ókeypis, í boði BRAS, en skráning nauð­synleg á sagaunn­steins­dottir@gmail.com.