Þann 12. október ætlar listakonan Saga Unnsteins að bjóða 6-11 ára börnum í vinnustofu þar sem þátttakendur taka þátt í gerð á innsetningu úr endurunnum blöðum og bókum.
Um er að ræða gagnvirkt listaverk sem blandar saman leik, íþróttum, skemmdarverki og sköpun. Markmiðið er að auka skilning þátttakenda á því hvað list getur verið með því að skapa eitthvað stórt úr smáu og eitthvað nýtt úr gömlu. Þau búa síðan til þrautabraut í íþróttasal úr pappír – sem er líka list.
Vinnustofan fer fram frá 10:00 – 12:00 og síðan verður opið hús frá 12:00 – 13:30 þar sem allir eru hvattir til að mæta og njóta.
Smiðjan er ókeypis, í boði BRAS, en skráning nauðsynleg á sagaunnsteinsdottir@gmail.com.