Veitingastaðir við allra hæfi eru í boði í Vopnafirði, í sveit og í bæ.
(Upplýsingarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar og þjónustutíma staðanna.)
Aldan#aldan
Á korti
Opið allt árið
Aldan er söluskáli og er þar boðið upp á ýmsan heitan mat. Þar má fá eldbakaðar pizzur, hamborgara og samlokur af grillinu sem má gæða sér á í veitingasal staðarins. Tilkomumikið útsýni er úr veitingasalnum yfir Skálanesvíkina.
Á Öldunni má einnig kaupa helstu nauðsynjavörur, bensín og bílavörur.
Gestgjafar: Sigurbjörg og Jörgen
Heimilisfang: Kolbeinsgötu 35
Sími: 473 1603
Facebook síða
Hjáleigan#hjaleigan
Á korti
Opið á sumrin
Kaffihúsið Hjáleigan er við Minjasafnið á Bustarfelli í Vopnafirði. Eftir safnaferðina er notalegt að setjast niður á kaffihúsinu Hjáleigunni og fá sér ljúffengt kaffi og gómsæta köku í friðsælu umhverfi sveitasælunnar. Við hlið kaffihússins er lítil húsdýragirðing þar sem börn og fullorðnir geta komið við og látið vel að dýrunum í sveitinni.
Heimilisfang: Bustarfell
Netfang: bustarfell@simnet.is
Facebook síða
Síreksstaðir#sireksstadir
Á korti
Opið á sumrin. Annar tími eftir samkomulagi.
Á Síreksstöðum er veitingastaður sem ber nafnið Hjá okkur. Á boðstólum eru afurðir frá bænum og úr héraði.
Tekið er á móti allt að 30 manna hópum. Panta þarf málsverði fyrirfram fyrir hópa.
Gestgjafar: Karen Hlín og Sölvi Kristinn
Heimilisfang: Síreksstaðir
Símar: 848 2174
Netfang: sirek@simnet.
Vefsíða
Facebook-síða
Uss — Bistro & Bar#uss-bistro-bar
Á korti
Opið allt árið
Uss — bistro & bar er veitingastaður með asísku ívafi þar sem kokkurinn á rætur að rekja til Tælands og sækir innblástur sinn á heimaslóðir. Þeir sem eru hrifnir af asískum mat ættu ekki að láta þannan stað framhjá sér fara en flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Gestgjafar: Selja og Helga Kristín
Heimilisfang: Kaupvangur – Hafnarbyggð 4a
Sími: 866 7487
Netfang: uss.bistro@gmail.com
Facebook síða