Veitingastaðir við allra hæfi eru í boði í Vopnafirði, í sveit og í bæ.
(Upplýsingarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar og þjónustutíma staðanna.)
Aldan#aldan
Á korti
Opið allt árið
Aldan er söluskáli og er þar boðið upp á ýmsan heitan mat. Þar má fá eldbakaðar pizzur, hamborgara og samlokur af grillinu sem gæða sér má á í veitingasal staðarins. Tilkomumikið útsýni er úr veitingasalnum yfir Skálanesvíkina.
Á Öldunni má einnig kaupa helstu nauðsynjavörur, bensín og bílavörur.
Gestgjafar: Sigurbjörg og Jörgen
Heimilisfang: Kolbeinsgötu 35
Sími: 473 1603
Hjáleigan#hjaleigan
Á korti
Opið á sumrin
Kaffihúsið Hjáleigan er við Minjasafnið á Bustarfelli í Vopnafirði. Eftir safnaferðina er notalegt að setjast niður í kaffihúsinu Hjáleigunni og fá sér ljúffengt kaffi og gómsæta köku í friðsælu umhverfi sveitasælunnar. Við hlið kaffihússins er lítil húsdýragirðing þar sem börn og fullorðnir geta komið við og látið vel að dýrunum í sveitinni.
Heimilisfang: Bustarfell
Netfang: bustarfell@simnet.is
Hótel Tangi#hotel-tangi
Á korti
Opið allt árið
Á Hótel Tanga er rúmgóður, bjartur og snyrtilegur veitingastaður þar sem fólk getur pantað sér málsverði af matseðli sem inniheldur fjölbreytta rétti t.d. súpur, fisk, hamborgara, pizzur, kjúkling og margt fleira. Þar er einnig bar þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Gestgjafar: Árný og Gísli
Heimilisfang: Hafnarbyggð 17
Sími: 473 1203 eða 845 2269
Netfang: tangihotel@simnet.is
Vefsíða
Facebook-síða
Síreksstaðir#sireksstadir
Á korti
Opið allt árið
Á Síreksstöðum er veitingastaður sem ber nafnið Hjá okkur. Á boðstólum eru afurðir frá bænum og úr héraði.
Tekið er á móti allt að 30 manna hópum. Panta þarf málsverði fyrirfram fyrir hópa.
Gestgjafar: Karen Hlín og Sölvi Kristinn
Heimilisfang: Síreksstaðir
Símar: 848 2174
Netfang: sirek@simnet.
Vefsíða
Facebook-síða
Vöffluhúsið#voffluhusid
Vöffluhúsið á Vopnafirði er staðsett í Kaupvangi.
Notalegt kaffihús í einu sögufrægasta húsi Vopnafjarðar.
Léttir réttir, bakkelsi og margskonar drykkir í boði.
Opnunartímar:
Þriðjudaga til fimmtudaga: 11 – 20
Föstudaga til laugardaga: 11 – 22 (ef aðsókn leyfir)
Sunnudaga: 11:00 – 20
Gestgjafi: Jóhanna Thorsteinsson
Heimilisfang: Kaupvangur
Netfang: johanna@virgin.is