Tjald­svæði

Í Vopna­firði eru þrjú tjald­svæði, eitt í bænum og tvö í sveit­inni.

Ásbrandsstaðir#asbrandsstadir

Á korti
Opið allt árið

Ásbrands­staðir eru utar­lega, norð­an­megin í Hofs­árdal, um 7 km. frá kaup­túninu á Vopna­firði. Ef farið er um hring­veginn þá er beygt inn á veg veg nr. 85 í Vesturádal og síðan beygt upp og yfir hálsinn inn á veg nr. 920 í Hofs­árdal. Ef farið er um Hell­is­heiði, nr. 917, þá er síðan beygt inn á veg nr. 920.

Tjald­svæði er á Ásbrands­stöðum. Tjald­svæði fyrir alla, rafmagns­staurar fyrir húsbíla og tjald­vagna.  Í aðstöðu­húsinu er eldun­ar­að­staða, Ísskápur, salernis og sturtu­að­staða, þvotta­véla og þurrk­aðstaða bæði úti og inni.  Á tjald­svæðinu er leik­tæki fyrir börn. Golf­völlur er stutt frá og stendur gestum til boða að leigja golf­sett hjá okkur.  Mjög ferskt vatn af 70 metra dýpi er til drykkjar beint úr krön­unum.

Gest­gjafar: Erla, Haraldur og Jón
Heim­il­is­fang: Ásbrands­staðir
Sími: 473 1459 eða 863 8734
Netfang: jon_haralds@hotmail.co.uk
Face­book-síða

Staðarholt#stadarholt

Á korti
Opið á sumrin

Tjald­svæðið á Stað­ar­holti er stað­sett rétt við gamla kirkju­staðinn á Hofi í Hofs­árdal í um það bil 15. km fjar­lægð frá kaup­túni Vopna­fjarðar við veg 920. Á tjald­svæðinu stendur fólki til boða rafmagn­stengi, setu­stofa, snyrt­ingar og sturta auk lítils eldhúss. Stað­urinn er mjög góður fyrir hópa þar sem hægt er að leigja sal hússins sem inni­heldur borð og stóla fyrir 80 manns, auk sviðs.

Gest­gjafar: Sölvi and Karen
Heim­il­is­fang: Hof
Sími: 869 7461
Netfang: karen­hlin@simnet.is         

Tjaldsvæði Vopnafjarðar#tjaldsvaedi-vopnafjardar

Á korti
Opið á sumrin

Tjald­svæðið er stað­sett á fallegum stað ofar­lega í þétt­býlinu norð­an­verðu. Það er á tveimur flötum þar sem útsýnið yfir þétt­býlið, fjörðinn og að mynd­ar­legum fjöll­unum handan fjarð­arins er hreint magnað. Tjald­svæðið er fremur smátt.

Í aðstöðu­húsi eru 2 snyrt­ingar, sturta og aðstaða til þvotta utan­dyra. Ská á móti tjald­stæðinu, í um 100 metra fjar­lægð, er Íþróttahús Vopna­fjarðar. Þar eru bæði snyrt­ingar og sturtur sem gestir tjald­svæð­isins geta nýtt sér gegn vægu gjaldi. Í Íþrótta­húsinu er einnig gufubað og aðstaða til líkams­ræktar.  Efst í þétt­býlinu, við Búðaröxl, er áhaldahús sveit­ar­fé­lagsins og þar er úrgangs­losun hjól­hýsa að finna.

Gest­gjafar: Hótel Tangi ehf.
Heim­il­is­fang: Ofan Lóna­brautar
Sími: 845 2269
Netfang: tangi­hotel@simnet.is