Gisting við allra hæfi er í boði í Vopnafirði, í sveit og í bæ.
Ásbrandsstaðir#asbrandsstadir
Á korti
Opið allt árið
Ásbrandsstaðir eru utarlega, norðanmegin í Hofsárdal, um 7 km. frá kauptúninu á Vopnafirði. Ef farið er um hringveginn þá er beygt inn á veg veg nr. 85 í Vesturádal og síðan beygt upp og yfir hálsinn inn á veg nr. 920 í Hofsárdal. Ef farið er um Hellisheiði, nr. 917, þá er síðan beygt inn á veg nr. 920.
Tvö sumarhús eru á Ásbrandsstöðum en í öðru sumarhúsinu er gistiaðstaða fyrir allt að sex manns. Þar er góð eldhús- og snyrtiaðstaða. Þvottavél er ekki í húsinu en hún er í aðstöðuhúsi og snúrur eru bæði inni og úti. Einnig er sólpallur með grillaðstöðu og fallegu útsýni. Í hinu húsinu er svefnaðstaða fyrir tvo og baðherberbergi. Einnig hafa gestir aðgang að aðstöðuhúsi á tjaldsvæði.
Tjaldsvæði er á Ásbrandsstöðum. Tjaldsvæði fyrir alla, rafmagnsstaurar fyrir húsbíla og tjaldvagna. Í aðstöðuhúsinu er eldunaraðstaða, Ísskápur, salernis og sturtuaðstaða, þvottavéla og þurrkaðstaða bæði úti og inni. Á tjaldsvæðinu er leiktæki fyrir börn. Golfvöllur er rétt hjá og stendur gestum til boða að leigja golfsett hjá okkur. Mjög ferskt vatn af 70 metra dýpi er til drykkjar beint úr krönunum.
Gestgjafar: Erla, Haraldur og Jón
Heimilisfang: Ásbrandsstaðir
Sími: 473 1459 eða 863 8734
Netfang: jon_haralds@hotmail.co.uk
Facebook-síða
Hauksstaðir#hauksstadir
Á korti
Opið á sumrin (og samkvæmt samkomulagi)
Hauksstaðir eru innsti bær í Vesturárdal, 21 km frá kauptúninu í Vopnafirði, við veg nr. 85.
Í húsinu er gistirými fyrir allt að 8 manns. Tvö svefnherbergi eru í húsinu, annað með hjónarúmi og hitt með koju og stöku rúmi. Einnig má sofa í stofunni.
Í húsinu er allur grunnbúnaður.
Gestgjafar: Þórunn og Haukur
Heimilisfang: Hauksstaðir
Sími: 473 1469, 846 4851 eða 868 4169
Netfang: hauksst@simnet.is
Hótel Tangi#hotel-tangi
Á korti
Opið allt árið
Hótel Tangi er í þéttbýlinu og stendur við Hafnarbyggð. Á hótelinu eru alls 17 herbergi. Annars vegar eru fjögur stór herbergi með baði og sjónvarpi. Hins vegar eru þrettán minni herbergi með handlaug og sameignilegum snyrtingum. Fjögur minni herbergjanna eru með sjónvarpi. Heildarfjöldi rúma á hótelinu eru þrjátíu og þrjú.
Gestgjafar: Árný og Gísli
Heimilisfang: Hafnarbyggð 17
Sími: 473 1203 eða 845 2269
Netfang: tangihotel@simnet.is
Vefsíða
Facebook-síða
Hvammsgerði#hvammsgerdi
Á korti
Opið allt árið
Gistiheimilið Hvammsgerði stendur við þjóðveg 85 í innan við 9 km fjarlægð frá Vopnafirði og í nágrenni við hina rómuðu Selárdalslaug (5 km). Boðið er upp á gistingu í 6 herbergjum, tveggja til fjögurra manna með handlaug og uppábúnum rúmum auk handklæða.
Tvær sameiginlegar snyrtingar, með sturtu og hárþurrku eru fyrir gesti.
Góður morgunverður daglega með nýjum eggjum af búinu.
Gestgjafi: Steinunn
Heimilisfang: Hvammsgerði
Sími: 821 1298
Netfang: stay@hvammsgerdi.is
Facebook-síða
Síreksstaðir#sireksstadir
Á korti
Opið allt árið
Síreksstaðir eru í Sunnudal, litlum og friðsælum dal inn af Hofsárdal, um 20 km fyrir innan kauptún Vopnafjarðar, fyrst um veg 917, þá um veg 919.
Sumarhúsin tvö eru með rúmgóðum og skjólsælum palli mót sólinni í suðri. Þar er gasgrill og heitur pottur við annað húsið. Í hvoru húsi er eitt herbergi með þremur rúmum. Svefnsófi og/eða aukarúm í dagstofu. Sjónvarp, dvd- spilari og útvarp eru í báðum húsum. Sængur og koddar fylgja.
Í gistihúsinu Hvammi eru 7 tveggja manna herbergi og 1 þriggja manna. Handlaug, kaffisett og hárþurrku er að finna á hverju herbergi. Sameiginleg hreinlætisaðstaða og setustofa með sjónvarpi er í miðrými.
Gestgjafar: Karen Hlín og Sölvi Kristinn
Heimilisfang: Síreksstaðir
Sími: 848 2174
Netfang: sirek@simnet.is
Vefsíða
Facebook-síða
Syðri-Vík#sydri-vik
Á korti
Opið á sumrin (og samkvæmt samkomulagi)
Syðri-Vík stendur undir Krossavíkurfjöllum um 8 km frá Vopnafjarðarkauptúni, við veg 917 á leiðinni til Egilsstaða um Hellisheiði.
Sumarhúsin þar eru 4 manna og 8 manna. Góð verönd er við bæði húsin með gasgrilli. Sjónvarp í setustofu og góð eldunaraðstaða. Sængur og koddar fylgja.
Í gistihúsinu eru sex tveggja manna herbergi til leigu, hvort heldur sem er með uppábúnum rúmum eða í svefnpokaplássi. Handlaugar eru á hverju herbergi en önnur snyrtiaðstaða er sameiginleg. Stór og vel búin eldunaraðstaða og notaleg setustofa er einnig til sameiginlegra afnota gesta. Gott aðgengi fyrir fatlaða.
Gestgjafi: Kristín
Heimilisfang: Syðri-Vík
Sími: 473 1199, 848 0641 eða 869 0148
Netfang: sydrivik@vortex.is
Facebook-síða