Gisting við allra hæfi er í boði í Vopnafirði, í sveit og í bæ.
Ásbrandsstaðir#asbrandsstadir
Á korti
Opið allt árið
Ásbrandsstaðir eru utarlega, norðan megin í Hofsárdal, um 7 km. frá kauptúninu á Vopnafirði. Ef farið er um hringveginn þá er beygt inn á veg veg nr. 85 í Vesturárdal og síðan beygt upp og yfir hálsinn inn á veg nr. 920 í Hofsárdal. Ef farið er um Hellisheiði, nr. 917, þá er síðan beygt inn á veg nr. 920.
Tvö sumarhús eru á Ásbrandsstöðum en í öðru sumarhúsinu er gistiaðstaða fyrir allt að sex manns. Þar er góð eldhús- og snyrtiaðstaða. Þvottavél með þurrkara er í stærra í húsinu og einnig er þvottavél í aðstöðuhúsi og snúrur bæði inni og úti. Einnig er sólpallur með grillaðstöðu og fallegu útsýni. Í minna húsinu er svefnaðstaða fyrir tvo til þrjá og baðherbergi. Einnig hafa gestir aðgang að aðstöðuhúsi á tjaldsvæði. Heimagisting er einnig í boði á bænum.
Tjaldsvæði er á Ásbrandsstöðum. Tjaldsvæði fyrir alla, rafmagnsstaurar fyrir húsbíla og tjaldvagna. Í aðstöðuhúsi er eldunaraðstaða, ísskápur, salernis- og sturtuaðstaða, þvottavéla- og þurrkaðstaða bæði úti og inni. Á tjaldsvæðinu eru leiktæki fyrir börn. Golfvöllur er skammt frá og stendur gestum til boða að leigja golfsett hjá okkur. Mjög ferskt vatn af 70 metra dýpi er til drykkjar beint úr krönunum.
Á Ásbrandsstöðum er safnasafnið Glaðheimar, sem er meðal annars tileinkað Runólfi Guðmundssyni, (1898-1989), landpósti og verslunarmanni. Safnið er opið eftir samkomulagi.
Gestgjafar: Erla, Haraldur, Jón og Guðný Alma
Heimilisfang: Ásbrandsstaðir
Sími: 473 1459 eða 853 0966
Netfang: jon_haralds@hotmail.co.uk
Facebook-síða
Hauksstaðir#hauksstadir
Á korti
Opið á sumrin (og samkvæmt samkomulagi)
Hauksstaðir eru innsti bær í Vesturárdal, 21 km frá kauptúninu í Vopnafirði, við veg nr. 85.
Í húsinu er gistirými fyrir allt að 8 manns. Tvö svefnherbergi eru í húsinu, annað með hjónarúmi og hitt með koju og stöku rúmi. Einnig má sofa í stofunni.
Í húsinu er allur grunnbúnaður.
Gestgjafi: Friðbjörn Haukur
Heimilisfang: Hauksstaðir
Sími: 473 1469, eða 868 4169
Netfang: hauksst@simnet.is
Hótel Tangi#hotel-tangi
Á korti
Opið allt árið
Hótel Tangi er í þéttbýlinu og stendur við Hafnarbyggð. Á hótelinu eru alls 17 herbergi. Annars vegar eru fjögur stór herbergi með baði og sjónvarpi. Hins vegar eru þrettán minni herbergi með handlaug og sameiginlegum snyrtingum. Fjögur minni herbergjanna eru með sjónvarpi. Heildarfjöldi rúma á hótelinu eru þrjátíu og þrjú.
Gestgjafar: Árný og Gísli
Heimilisfang: Hafnarbyggð 17
Sími: 473 1203 eða 845 2269
Netfang: tangihotel@simnet.is
Vefsíða
Facebook-síða
Síreksstaðir#sireksstadir
Á korti
Opið allt árið
Síreksstaðir eru í Sunnudal, litlum og friðsælum dal inn af Hofsárdal, um 20 km fyrir innan kauptún Vopnafjarðar, fyrst um veg 917, þá um veg 919.
Sumarhúsin tvö eru með rúmgóðum og skjólsælum palli mót sólinni í suðri. Þar er gasgrill og heitur pottur við annað húsið. Í hvoru húsi er eitt herbergi með þremur rúmum. Svefnsófi og/eða aukarúm í dagstofu. Sjónvarp og útvarp eru í báðum húsum. Sængur og koddar fylgja.
Í gistihúsinu Hvammi eru 7 tveggja manna herbergi og 1 þriggja manna. Handlaug, kaffisett og hárþurrku er að finna á hverju herbergi. Sameiginleg hreinlætisaðstaða og setustofa með sjónvarpi er í miðrými.
Gestgjafar: Karen Hlín og Sölvi Kristinn
Heimilisfang: Síreksstaðir
Sími: 848 2174
Netfang: sirek@simnet.is
Vefsíða
Facebook-síða