Hlutverk Tækniþróunarsjóðs er að styðja þróunarstarf og rannsóknir sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Tækniþróun er mikilvægur sjóður hins opinbera til að aðstoða ný fyrirtæki til að ná árangri. Styrkir sjóðsins höfða til frumkvöðla sem eru á ólíkum stað með verkefni sín.
Tækniþróunarsjóður skiptist upp í eftirfarandi flokka
Fræ/Þróunarfræ#frae-throunarfrae
Fræ eða Þróunarfræ er fyrir fyrirtæki yngri en 5 ára og einstaklinga.
Fræ er undirbúningsstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja eða einstaklinga og er sniðinn að verkefnum á hugmyndastigi eða á frumstigi í þróun afurðar.
Þróunarfræ er forkönnunarstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja og einstaklinga til að ráðast í þróunarsamvinnuverkefni.
Alltaf er opið fyrir umsóknir. Allar umsóknir sem berast eru teknar fyrir og úthlutun tilkynnt að lágmarki tvisvar á ári.
Frekari upplýsingar um Fræ/Þróunarfræ á vefsíðu Tækniþróunarsjóðs hér.
Sproti#sproti
Sproti er fyrir ung nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla og er ætlaður til að styðja við verkefni á byrjunarstigi
Umsókn í Sprota er skilað í tveimur þrepum. Fyrri umsóknarfrestur á við fyrra þrep umsóknar. Aðeins þær umsóknir sem fá A1 eða A2 í einkunn á fyrra þrepi eiga kost á að skila fullbúinni umsókn á seinna þrepi. Umsókn skal skila rafrænt í umsóknarkerfi Rannís.
Lestu meira um Sprota hér.
Vöxtur/Sprettur#voxtur-sprettur
Vöxtur/Sprettur er fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Vöxtur er ætlaður til að styrkja þróunarverkefni sem eru komin af frumstigi hugmyndar. Sprettur er öndvegisstyrkur innan Vaxtar.
Lesa má um Vöxt/Sprett hér.
Markaður#markadur
Markaður er eingöngu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem verja að lágmarki 10% af rekstrargjöldum til rannsókna- eða þróunarstarfs samkvæmt síðasta reikningsári. Markaður er markaðsstyrkur til fyrirtækja sem skiptist í tvo ólíka flokka: Markaðsþróun og Markaðssókn. Þessum flokkum er ætlað að styðja við fyrirtæki á mismunandi stigum í undirbúningi afurðar á markað.
Nánari lýsing á styrktarflokkunum
Markaðsþróun er styrkur sem miðar að uppbyggingu markaðsinnviða fyrirtækisins og lýtur að greiningu markaðar. Takmarkið er að greina markaði, velja þá og skilgreina hvernig staðfærsla áætlana geti farið fram.
Markaðssókn gerir ráð fyrir að afurð sé tilbúin og innviðir til staðar. Markaðssókn er styrkur sem miðar að sókn á skilgreinda markaði. Hér er áhersla á seinni hluta markaðsvinnu þar sem framkvæmd er ráðandi í vel skilgreindri markaðsáætlun fyrirtækisins. Einnig er áhersla á að skapa tengsl við markhópa. Markmiðið er að gefa fyrirtækjum svigrúm til þess að nota styrkinn til að auka sýnileika afurðar t.d. á söluráðstefnum og með öðru kynningastarfi.
Hér er hægt að kynna sér meira um sjóðinn Markað.
Allar upplýsingar um sjóðina eru fengnar á vefsíðu Tækniþróunarsjóðs hér.