Tækni­þró­un­ar­sjóður


Hlut­verk Tækni­þró­un­ar­sjóðs er að styðja þróun­ar­starf og rann­sóknir sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnu­lífi. Tækni­þróun er mikil­vægur sjóður hins opin­bera til að aðstoða ný fyrir­tæki til að ná árangri. Styrkir sjóðsins höfða til frum­kvöðla sem eru á ólíkum stað með verk­efni sín. 

Tækni­þró­un­ar­sjóður skiptist upp í eftir­far­andi flokka

Fræ/Þróunarfræ#frae-throunarfrae

Fræ eða Þróun­arfræ er fyrir fyrir­tæki yngri en 5 ára og einstak­linga.

Fræ er undir­bún­ings­styrkur til ungra frum­kvöðl­a­fyr­ir­tækja eða einstak­linga og er sniðinn að verk­efnum á hugmynda­stigi eða á frum­stigi í þróun afurðar.

Þróun­arfræ er forkönn­un­ar­styrkur til ungra frum­kvöðl­a­fyr­ir­tækja og einstak­linga til að ráðast í þróun­ar­sam­vinnu­verk­efni.

Alltaf er opið fyrir umsóknir. Allar umsóknir sem berast eru teknar fyrir og úthlutun tilkynnt að lágmarki tvisvar á ári.

Frekari upplýs­ingar um Fræ/Þróun­arfræ á vefsíðu Tækni­þró­un­ar­sjóðs hér. 

Sproti#sproti

Sproti er fyrir ung nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki og frum­kvöðla og er ætlaður til að styðja við verk­efni á byrj­un­arstigi

Umsókn í Sprota er skilað í tveimur þrepum. Fyrri umsókn­ar­frestur á við fyrra þrep umsóknar. Aðeins þær umsóknir sem fá A1 eða A2 í einkunn á fyrra þrepi eiga kost á að skila full­bú­inni umsókn á seinna þrepi. Umsókn skal skila rafrænt í umsókn­ar­kerfi Rannís.

Lestu meira um Sprota hér.

Vöxtur/Sprettur#voxtur-sprettur

Vöxtur/Sprettur er fyrir lítil og meðal­stór fyrir­tæki. Vöxtur er ætlaður til að styrkja þróun­ar­verk­efni sem eru komin af frum­stigi hugmyndar. Sprettur er öndveg­is­styrkur innan Vaxtar.

Lesa má um Vöxt/Sprett hér.

Markaður#markadur

Mark­aður er eingöngu fyrir lítil og meðal­stór fyrir­tæki sem verja að lágmarki 10% af rekstr­ar­gjöldum til rann­sókna- eða þróun­ar­starfs samkvæmt síðasta reikn­ingsári. Mark­aður er mark­aðs­styrkur til fyrir­tækja sem skiptist í tvo ólíka flokka: Mark­aðs­þróun og Mark­aðs­sókn. Þessum flokkum er ætlað að styðja við fyrir­tæki á mismun­andi stigum í undir­bún­ingi afurðar á markað.

Nánari lýsing á styrktar­flokk­unum

Mark­aðs­þróun er styrkur sem miðar að uppbygg­ingu mark­aðsinn­viða fyrir­tæk­isins og lýtur að grein­ingu mark­aðar. Takmarkið er að greina markaði, velja þá og skil­greina hvernig stað­færsla áætlana geti farið fram.

Mark­aðs­sókn gerir ráð fyrir að afurð sé tilbúin og innviðir til staðar. Mark­aðs­sókn er styrkur sem miðar að sókn á skil­greinda markaði. Hér er áhersla á seinni hluta mark­aðs­vinnu þar sem fram­kvæmd er ráðandi í vel skil­greindri mark­aðs­áætlun fyrir­tæk­isins. Einnig er áhersla á að skapa tengsl við mark­hópa. Mark­miðið er að gefa fyrir­tækjum svigrúm til þess að nota styrkinn til að auka sýni­leika afurðar t.d. á sölu­ráð­stefnum og með öðru kynn­inga­starfi.

Hér er hægt að kynna sér meira um sjóðinn Markað.

 

Allar upplýs­ingar um sjóðina eru fengnar á vefsíðu Tækni­þró­un­ar­sjóðs hér.