Viðbragðs­áætlun við heimsút­breiðslu inflú­ensu – Covid-19

Þessi viðbragðs­áætlun á að þjóna þeim tilgangi að vera stjórnendum Vopna­fjarð­ar­hrepps til stuðn­ings um það hvernig takast eigi á við afleið­ingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almenn­ings, umhverfi og/eða eignum.

Viðbragðsáætlun þessari er ætlað að segja fyrir um viðbrögð innan Vopna­fjarð­ar­hrepps í kjölfar heimsútbreiðslu inflúensu/COVID-19.

1. útgáfa, 19. mars 2020

Inngangur#inngangur

Áætlunin miðast við að starf­semi sveit­arfélagsins verði skert og að hluti starfsfólks verði rúmfastur vegna veik­inda eða í sóttkví í ákveðinn tíma. Markmið áætlun­ar­innar eru að stuðla að öryggi starfs­manna og órofnum rekstri sveit­arfélagsins á meðan á faraldr­inum stendur.

Við gerð áætlun­ar­innar er meðal annars stuðst við lög um almanna­varnir nr. 82/2008 og lög um sóttvarnir nr. 19/1997. Notast var við fyrir­mynd af viðbragðsáætlun Norð­ur­þings og Sambands íslenskra sveit­arfélaga. Einnig er stuðst við sniðmát að viðbragðsáætlun fyrir stjórnarráðið sem gert var í samvinnu við almanna­varna­deild ríkislögreglu­stjóra og embætti sóttvarna­læknis. Ekki er um endanleg fyrir­mæli að ræða og getur sveit­ar­stjóri ákveðið breytta starfstilhögun með tilliti til ástands og aðstæðna hverju sinni.

Ábyrgð á áætlun þessari er í höndum sveit­ar­stjóra Vopna­fjarð­ar­hrepps og skal hún endur­skoðuð reglu­lega, en yfir­farin árlega. Ef miklar breyt­ingar verða á starf­semi Vopna­fjarð­ar­hrepps skal áætlunin þegar í stað endur­skoðuð.

Á vef embættis land­læknis má finna leið­bein­ingar til starfs­manna um einkenni inflúensu og leiðir til að draga úr hættu á smiti.

landla­eknir.is

Áætlunin skal kynnt fyrir starfsmönnum og er vistuð í skjala­vist­un­ar­kerfi Vopna­fjarð­ar­hrepps. Áætlun þessi tekur þegar gildi.

Virkjun viðbragðsáætlunar og viðbragðsteymi Vopnafjarðarhrepps#virkjun-vidbragdsaaetlunar-og-vidbragdsteymi-vopnafjardarhrepps

Ákvörðun Ríkislögreglu­stjóra um almanna­varna­stig vegna heims­far­aldurs gildir um virkjun þess­arar áætlunar. Sveit­ar­stjóri Vopna­fjarð­ar­hrepps að höfðu samráði við hreppsráð ber ábyrgð á að tilkynna starfsfólki Vopna­fjarð­ar­hrepps um að virkja viðbragðsáætlunina. Sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps, Samband íslenskra sveit­arfélaga og samgöngu- og sveit­ar­stjórnarráðuneytið skulu einnig upplýst um það.

Í viðbragð­steymi Vopna­fjarð­ar­hrepps eru Sara Elísabet Svansdóttir, sveit­ar­stjóri og hreppsráð Vopna­fjarð­ar­hrepps: Sigríður Bragadóttir, formaður, Íris Grímsdóttir og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.

Viðbragð­steymið gætir þess að sveit­arfélagið búi yfir nýjustu upplýsingum frá almanna­varna­deild ríkislögreglu­stjóra og embætti land­læknis um stig farald­ursins. Annast eftir­fylgni við leið­bein­ingar til starfs­manna varð­andi fyrir­komulag á vinnu­stað auk sótthreinsibúnaðar og umgeng­is­reglna. Sviðs­stjórar sjá um samskipti við starfsfólk hver á sínu sviði vegna veik­inda og fjar­veru og ber þeim að upplýsa viðbragð­steymi um veik­indi sem koma upp sökum farald­ursins.

Sveit­ar­stjóri skal upplýsa starfsfólk um leið og ljóst er að ekki þarf allar þær bjargir sem virkj­aðar eru samkvæmt áætlun­inni.

Starfsheiti
Nafn
Símanúmer
Staðgengill
Símanúmer
Sveitarstjóri
Baldur Kjartansson
820 6861
Fjármálastjóri
Baldur Kjartansson
820 6861
Oddviti 
Axel Örn Sveinbjörnsson
844 1112
Aðalbjörg Ösk Sigmundsdóttir
866 4421
Skólastjóri grunnskóla
Sigríður Elva Konráðsdóttir
8489768
Svava Birna Stefánsdóttir
864 1342
Leikskólastjóri
Sandra Konráðsdóttir
862 1430
Halldóra Sigríður Árnadóttir
895 9928
Hjúkrunarstjóri Sundabúðar
Emma Tryggvadóttir
860 6815
Íris Grímsdóttir
691 2504
Yfirmaður þjónustumiðstöðvar
Þráinn Hjálmarsson
835 1430
Forstöðumaður íþróttahúss
I. Hrönn Róbertsdóttir
848 6666
Forstöðumaður bókasafns
Margrét Gunnarsdóttir
861 5948
Skólastjóri tónlistarskóla
Stephen John Yates
858 1916
Baldvin Eyjólfsson
898 6304
Varðstjóri slökkviliðs Vopnafjarðar
Björn Heiðar Sigurbjörnsson
861 3410
Hreiðar Geirsson
894 9866
Yfirmaður sjúkrabíls
Hreiðar Geirsson
894 9866
Björn Heiðar Sigurbjörnsson
861 3410
Launafulltrúi
Sara Jenkins
864 3523
Baldur Kjartansson
820 6861
Starfsmaður lyfsölu
Karin Bach
846 5480
Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs
Júlía Sæmundsdóttir
820 3721
Helga Guðmundsdóttir
863 3656

Áhættumat Vopnafjarðarhrepps#ahaettumat-vopnafjardarhrepps

Sóttvarna­læknir hefur gert bráðabirgðamat á afleið­ingum yfir­vof­andi heims­far­aldurs þar sem tillit er tekið til afleið­inga. Ef COVID-19 veiran nær útbreiðslu hér á Vopna­firði er líklegt að fjar­vistir frá vinnu verði nokkrar. Mögulega má búast við að veik­indi verði meira langvar­andi en í árlegum inflúensu­far­aldri.

Fjar­vistir starfs­manna geta stafað af mismun­andi ástæðum, til dæmis vegna:

 • Smits af völdum kórónaveiru.
 • Annarra veik­inda.
 • Annarra fjölskyldu­með­lima sem þarf að hugsa um, vegna veik­inda eða lokun leikskóla og skóla.
 • Beiðna vinnu­veit­anda um að halda sig fjarri vinnu­stað og vinna heiman frá sér.
 • Beiðna heil­brigð­is­yf­ir­valda um heft ferða­frelsi eða samkomu­bann.
 • Raskana á almenn­ings­samgöngum eða ótta starfs­manna við að ferðast innan um hóp fólks.
 • Ótta starfs­manna við að smitast ef þeir mæta til vinnu.

Ekki er hægt að spá fyrir með vissu hverjar fjar­vistir á vinnustöðvum verða. Það veltur m.a. á því um hversu skæða farsótt er að ræða, hvernig starfsfólk metur hættuna, hvort skólum er lokað og til hvaða ráða er tekið í viðbrögðum vinnu­staða í þeim tilgangi að minnka líkur á fjar­vistum og smiti innan vinnu­stað­arins.

Upplýsingaskylda starfsmanna um eigin heilsu#upplysingaskylda-starfsmanna-um-eigin-heilsu

Öllum starfsmönnum er skylt að láta næsta yfir­mann vita ef að:

 • Viðkom­andi hefur komið erlendis frá. Frá og með fimmtu­deg­inum 19.mars 2020 er Íslend­ingum og öðrum með búsetu á Íslandi sem koma til landsins skylt að fara í tveggja vikna sóttkví án tillits til hvaðan þeir eru að koma, sjá hér.
 • Viðkom­andi hefur komist í snert­ingu eða návígi við einstak­ling sem er með eða grun­aður er um að vera með Covid-19 vírusinn. Eða einstak­ling sem er í sóttkví eða einangrun.
 • Viðkom­andi hefur undan­farna 14 daga haft einkenni hósta, hita eða öndun­ar­erf­ið­leika.
 • Við viljum forðast í lengstu lög að heill vinnu­staður lendi í sóttkví.

Ef grunur er um sýkingu af völdum COVID-19 skal upplýsa yfir­mann, hann bregst við á eftir­far­andi hátt:

Ef grunur vaknar, hringið strax í 1700.

Ef málið þolir enga bið, hringið í 112 og óskið eftir sjúkraflutn­ingi.

Vakt­haf­andi læknir/sjúkraflutn­inga­maður ber ábyrgð á fram­kvæmd áhættumats vegna gruns um COVID-19 sýkingu í samráði við umdæm­is­lækni sóttvarna og sóttvarna­lækni, vaktsími sóttvarna­læknis er 510 1933 og einnig vakt­haf­andi smitsjúkdómalækni á Landspítala í gegnum skipti­borð 543 1000.

Aðgerðir til að viðhalda rekstri og stuðla að öryggi starfsfólks#adgerdir-til-ad-vidhalda-rekstri-og-studla-ad-oryggi-starfsfolks

Sveit­ar­stjóri og hreppsráð skulu hafa umsjón með að vakta daglega hver tilmæli almanna­varna og sóttvarna­læknis eru, eftir að viðbragðsáætlun hefur verið virkjuð, t.d. á vefsíðum eins og landla­eknir.is og almanna­varnir.is. Sveit­ar­stjóri skal sjá um að koma fréttum og skila­boðum áleiðis til alls starfsfólks Vopna­fjarð­ar­hrepps með tölvupóstsend­ingum. Mikil­vægar leið­bein­ingar og reglur fyrir starfsfólk sem kunna að breytast frá degi til dags verða sendar starfsmönnum jafnóðum með tölvupósti. Einnig verða þær hengdar upp í kaffi­stofu og sameig­in­legum rýmum starfsfólks.

Launa­fulltrúi skal halda utan um fjar­vistir starfs­manna daglega, skrá niður ástæður fjar­vista og áætla a.m.k. 14 daga í fjar­vistir starfs­manna sem hafa greinst með inflúensu og allt að 14 daga ef starfs­maður er í sóttkví.

Ráðstaf­anir til að fækka smit­leiðum

Hægt er að fækka smit­leiðum innan Vopna­fjarð­ar­hrepps með því að:

 • Fækka stað­bundnum fundahöldum tímabundið.
 • Nýta fjar­fundabúnað fyrir fundi í auknum mæli.
 • Breyta fram­kvæmd ræst­inga þannig að aukin áhersla verði lögð á að strjúka af hurðahúnum, slökkvurum, símum, lykla­borðum, borðum og stólörmum.

Sé lýst yfir neyð­arstigi almanna­varna gilda reglur um starf­semi Vopna­fjarð­ar­hrepps.

Deild­ar­stjórar tryggja birgðir á hrein­lætisvörum eins og sápu, sótthreins­ispritti, hand­þurrkum, ræst­ingavörum o.þ.h. og pantar inn á lager, ef til þess kæmi að birgjar loka. Eins þarf að skoða hvort þörf er á tíðari þrifum. Þá kanna þeir stöðu á öðrum rekstr­arvörum eins og t.d. pappír og prent­hylkjum.

Í faraldri skal starfsfólk lágmarka fundahöld og funda eingöngu ef nauðsyn krefur. Gildir þetta jafnt um fundi innan sem utan sveit­arfélagsins. Notast skal meira við síma og tölvur til samskipta eins og frekast er unnt og fyrir­mælum sóttvarn­ar­læknis fylgt eftir því sem við á.

Sveit­arfélagið fylgir fyrir­mælum sóttvarna­læknis hverju sinni varð­andi ferðalög innan­lands sem utan. Taka skal tillit til þess ef fólk vill síður ferðast innan um aðra þegar faraldur stendur yfir. Hafa verður einnig í huga að flug­vellir og landa­mæri geta lokast vegna heims­far­aldurs.

Um veik­inda­leyfi og umönnun­ar­leyfi starfsfólks gilda ákvæði kjara­samn­inga. Sveit­ar­stjóri getur þó gefið út rýmri reglur hvað þetta varðar telji hann nauð­syn­legt að mæta þörfum starfsfólks vegna umönnunar barna eða náinna ættingja.

Tryggja þarf að fleiri en einn starfs­maður geti gengið í störf annarra starfs­manna þar sem metin er þörf á því. Starfsfólk getur átt von á að vera fært til milli starfa til að sinna verk­efnum sem hafa forgang í inflúensu­far­aldri.

Bjóða upp á að starfs­menn sinni vinnu sinni frá heimili sínu þar sem starfs­menn eru með aðgang sem tengir þá við tölvukerfið utanhúss og geta því unnið utan skrif­stof­unnar. Starfsmönnum verður heimilt að taka vinnu með sér heim og vinna heima eða semja um sveigj­an­legan vinnutíma við viðkom­andi sviðs­stjóra.

Sveit­ar­stjóri getur hvenær sem er ákveðið að breyta fyrir­komu­lagi á þjónustu á vegum sveit­arfélagsins til að draga úr smit­hættu eða til að mæta breyttum aðstæðum innan Vopna­fjarð­ar­hrepps meðan á inflúensu­far­aldr­inum stendur. Breytt fyrir­komulag getur falist í því að stytta opnun­artíma eða að loka afgreiðslu þannig að öll samskipti við viðskipta­vini fari fram símleiðis eða með tölvupóst- og bréfasam­skiptum. Breyt­ingar á opnun­artíma eða fyrir­komu­lagi á afgreiðslu við viðskipta­vini þarf að kynna á full­nægj­andi hátt, t.d. með auglýsingum í fjölmiðlum, upplýsingum á heimasíðu og merk­ingum við inngang t.d. hafi honum verið læst.

Eyðing smitefnis

Á kórónaveirur og inflúensu­veirur virkar eftir­far­andi:

 • hreinsun með vatni og sápu
 • hitun í 40°C í 15 mínútur; 80°C í 3 mín; 90°C í 1 mínútu
 • spritt (a.m.k. 40% styrk)
 • ísóprópanóli ( a.m.k. 30% styrk)
 • klórlausnum (a.m.k. 200 ppm styrk)
 • joðefnum (a.m.k. 75 ppm styrk)

Sóttvarnabúnaður sem sveit­arfélagið þarf að eiga auk hefð­bund­innar sápu:

 • bréfþurrkur og e.t.v. fleiri ruslafötur sem eru með loki
 • hand­spritt
 • spritt til hreins­unar á yfir­borði, svo sem símum og hurð­arhúnum
 • einnota hanskar fyrir ræst­inguna

Heilsu­farsleg atriði starfsfólks og inflúensu­ein­kenni/einkenni Covid-19

 1. Starfsfólk fylgist með eigin heilsu og fer heim ef þeir finna fyrir einkennum. Ekki skal fara á heilsu­gæslu heldur hringja eftir aðstoð.
 2. Starfsfólk á ekki að koma til vinnu ef þeir eru veikir og er ráðlagt að vera heima frá því einkenna verður vart og í 10 daga frá því að sótthiti er horfinn.
 3. Starfsfólks sem mætir til vinnu veikt, er umsvifa­laust sent heim en í almennum sóttvarnarráðstöfunum samkvæmt sóttvarnalögum nr. 19/1997 felst að hver sá sem telur sig smit­aðan af smitsjúkdómi hefur þá skyldu að fara varlega og gera sér far um að smita ekki aðra.

Gátlisti viðbragðsteymi Vopnafjarðarhrepps#gatlisti-vidbragdsteymi-vopnafjardarhrepps

Þennan gátlista skal sveit­ar­stjóri sjá um að lykil­starfs­menn fái ásamt ítrekun um að grípa til viðeig­andi ráðstafana þegar breyt­ingar verða á hættu­stigi almanna­varna. Einnig skulu deild­ar­stjórar sjá um að prenta út/fjölrita og hengja upp í vinnustöðum og hafa þar frá virkjun áætlun­ar­innar til afboð­unar. Sveit­ar­stjóri sendir starfsfólki boð um hættu­stig almanna­varna og ítrekar við starfsfólk að fylgja viðeig­andi stigi gátlista viðbragðsáætlunar.

Óvissu­stig

 1. Viðbragðsáætlun lesin og uppfærð. Allt starfsfólk upplýst um viðbragðsáætlunina
 2. Sveit­arfélagið leitar nýjustu upplýsinga um stöðu mála hjá Almanna­varna­deild Ríkislögreglu­stjóra og hjá sóttvarna­lækni.
 3. Upplýsingar um lykil­starfs­menn Vopna­fjarð­ar­hrepps og stað­gengla uppfærðar ef þarf.
 4. Útnefning/skil­greining örygg­is­varðar og annarra er skipa viðbragðs­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps.
 5. Sveit­ar­stjóri sér um að starfs­menn séu upplýstir um ofan­greinda þætti.

Hættu­stig

 1. Sveit­arfélagið uppfærir upplýsingar um stöðu mála að höfðu samráði við Almanna­varna­deild Ríkislögreglu­stjóra og sóttvarna­lækni.
 2. Sveit­arfélagið leitast við að stemma stigu við útbreiðslu farald­ursins og sendir skilaboð til starfs­manna um aðgát.
 3. Innkaup á nauð­syn­legum birgðum.
 4. Fram­kvæmd rekstr­ar­legra þátta skv. kafla 5 undirbúin.
 5. Upplýsingum og fræðslu vegna sóttvarna komið til starfs­manna.

Neyð­arstig

 1. Upplýsingar um stöðu mála stöðugt uppfærðar í samráði við Almanna­varna­deild Ríkislögreglu­stjóra og sóttvarna­lækni.
 2. Aðgerðum vegna rekstr­ar­legra þátta samkvæmt kafla 5 hrint í fram­kvæmd.
 3. Aðgerðum vegna sóttvarna samkvæmt kafla 5 hrint í fram­kvæmd.

   

Einkenni Kórónaveiru (COVID-19)#einkenni-koronaveiru-covid-19

Einkenni líkjast helst inflúensusýkingu, hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir og þreyta. COVID-19 getur einnig valdið alvar­legum veik­indum með neðri öndun­ar­færasýkingu og lungnabólgu, sem koma oft fram sem öndun­ar­erf­ið­leikar á 4.–8. degi veik­inda. Ef einstak­lingar finna fyrir veik­indum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varð­andi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heil­brigðis­kerfið.

Veikir einstak­lingar eru sérstak­lega beðnir um að mæta ekki á heilsu­gæslustöðina nema að fengnum ráðlegg­ingum í síma. Einstak­lingar með grun­sam­lega eða stað­festa sýkingu verða settir í einangrun skv. nánari leið­bein­ingum. Einkenna­lausir einstak­lingar sem hafa verið í samneyti við einstak­linga með stað­festa eða líklega sýkingu verða settir í sóttkví skv. nánari leið­bein­ingum.

Sóttvarna­læknir vill hvetja einstak­linga á ferðalögum erlendis, sérstak­lega í Kína að:

•Gæta vel að almennu hrein­læti, sérstak­lega hand­þvotti

•Forðast náið samneyti við einstak­linga sem eru með hósta og almenn kvef­ein­kenni.

•Forðast samneyti við villt dýr eða dýr á almennum mörkuðum.

•Nota pappír fyrir vit við hnerra þegar um kvef­ein­kenni er að ræða og þvo hendur reglu­lega.

•Láta heil­brigð­is­starfs­menn vita um ferðir sínar ef einstak­lingar þurfa að leita til heil­brigðis­kerf­isins hér á landi.

Munurinn á kórónaveirusýkingu og inflúensu

Einkenni hinnar nýju kórónaveirusýkingar geta verið svipuð inflúensu í upphafi sjúkdóms. Einkenni inflúensunnar koma oftast snögglega og lýsa sér með hita, hósta, hálssær­indum, höfuðverk, vöðvaverkjum og almennri vanlíðan.

 

Samskiptaleiðir – mikilvæg símanúmer#samskiptaleidir-mikilvaeg-simanumer

Neyðarlínan
112
http://www.112.is/
Læknavakt
1770 og 1700
http://www.112.is/samstarfsadilar/laeknavaktin-1770/
Almannavarnir
112
http://www.almannavarnir.is/
Landspítali
543 1000
http://www.landspitali.is
Embætti landlæknis/sóttvarnalæknir
510 1900 og 510 1933
http://www.landlaeknir.is
Rauði krossinn vinalína fyrir sálrænan stuðning
1717
http://www.raudikrossinn.is
Axel Örn Sveinbjörnsson, oddviti
844 1112