Athugið að umsóknarfresturinn á þessu starfi er liðinn

Stöður skóla­stjóra og sérkennara við Vopna­fjarð­ar­skóla eru nú lausar til umsóknar

Umsóknarfrestur

1. júní 2022

Auglýsandi

Vopnafjarðarhreppur

Vopnafjarðarskóli - skólastjóri#vopnafjardarskoli-skolastjori

Vopna­fjarð­ar­hreppur auglýsir stöðu skóla­stjóra við Vopna­fjarð­ar­skóla lausa til umsóknar. Leitað er að öflugum, metn­að­ar­fullum og fram­sýnum leið­toga til að leiða þrótt­mikið skólastarf.

Um er að ræða 100% starf frá 1.ágúst 2022

Í Vopna­fjarð­ar­skóla eru nú rúmlega 70 nemendur. Skólinn er að innleiða jákvæðan aga og fylgir Olweusar stefnu. Nánari upplýs­ingar um starf­semi skólans má finna á heima­síðu hans  www.vopna­fjar­dar­skoli.is.

Helstu verk­efni og ábyrgð­ar­svið:

 • Fagleg forysta á sviði kennslu og þróunar skóla­starfs
 • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri skólans, áætlana­gerð og manna­haldi
 • Ábyrgð á stefnu­mörkun skólans í samræmi við lög, reglu­gerðir og aðal­nám­skrá
 • Virk þátt­taka í þróun og skipu­lagi skóla­starfs
 • Samstarf við ýmsa aðila skóla­sam­fé­lagsins

Mennt­unar- og hæfnis­kröfur:

 • Leyf­is­bréf grunn­skóla­kennara og kennslureynsla á grunn­skóla­stigi
 • Fram­halds­menntun á sviði stjórn­unar og/eða uppeldis og kennslu­mála æskileg
 • Reynsla af stjórnun, rekstri og þróun­ar­starfi í skólaum­hverfi æskileg
 • Metn­aður, hugmynda­auðgi, skipu­lags­hæfni og leið­toga­hæfi­leikar
 • Rík samskipta- og skipu­lags­hæfni
 • Góð íslensku­kunn­átta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Góð tölvu­kunn­átta
 • Hreint saka­vottorð, skv. lögum um grunn­skóla.

Umsókn­ar­frestur er til og með 1. júní nk. Upplýs­ingar um starfið veitir sveit­ar­stjóri Vopna­fjarð­ar­hrepps, Sara Elísabet Svans­dóttir, í síma 473 1300 og í gegnum tölvu­póst: saras@vfh.is.

Umsókn, kynn­ing­ar­bréfi, feril­skrá og afriti af leyf­is­bréfi skal skila á skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps á netfangið skrif­stofa@vfh.is.

Við hvetjum áhuga­sama, óháð kyni til að sækja um starfið.

Vopnafjarðarskóli - sérkennari#vopnafjardarskoli-serkennari

Vopna­fjarð­ar­skóli auglýsir eftir sérkennara. Sérkennari annast alla skipu­lagn­ingu sérkennslu í samráði við aðstoð­ar­skóla­stjóra og umsjón­ar­kennara.

Um er að ræða 100% starf frá 1.ágúst 2022

Í Vopna­fjarð­ar­skóla eru nú rúmlega 70 nemendur. Skólinn er að innleiða jákvæðan aga og fylgir Olweusar stefnu. Nánari upplýs­ingar um starfs­semi skólans má finna á heima­síðu hans www.vopna­fjar­dar­skoli.is.

Helstu verk­efni og ábyrgð­ar­svið

 • Skipu­leggur sérkennslu skólans eftir hugmynda­fræði skóli án aðgrein­ingar.
 • Hefur umsjón með gerð sérkennslu­skýrslu að vori.
 • Er almennum kenn­urum skólans til faglegrar ráðgjafar varð­andi skipulag á kennslu nemenda með sérþarfir.
 • Sinnir fund­ar­setu vegna nemenda með sérþarfir.
 • Er stuðn­ings­full­trúa skólans ráðgef­andi og skipu­leggur þeirra störf í samráði við umsjón­ar­kennara.
 • Situr fundi nemenda­verndar.
 • Vinnur eftir gildum, stefnu og áherslum skólans.

 Mennt­unar- og hæfnis­kröfur

 • Leyf­is­bréf grunn­skóla­kennara er skil­yrði
 • Reynsla af sérkennslu í grunn­skóla er mikilvæg.
 • Viðbót­ar­menntun í sérkennslu­fræðum er æskileg.
 • Jákvæðni og lipurð í samskiptum.
 • Fram­tak­semi og sjálf­stæði í vinnu­brögðum.
 • Metn­aður í starfi.
 • Hreint saka­vottorð, skv. lögum um grunn­skóla.

Umsókn­ar­frestur er til og með 1. júní 2022. Nánari upplýs­ingar veitir Sigríður Elva Konráðs­dóttir skóla­stjóri í síma 470 3251 eða 848 9768 og í gegnum tölvu­póst: sirra@vopna­skoli.is.

Við hvetjum áhuga­sama, óháð kyni til að sækja um störfin.

Launa­kjör eru samkvæmt gild­andi samn­ingum Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga við viðkom­andi stétt­ar­félag.  

Umsókn skal fylgja náms- og starfs­fer­il­skrá ásamt afriti af próf­skír­teinum og starfs­leyfi ef við á. Umsókn skal einnig fylgja kynn­ing­ar­bréf. Umsóknir skulu sendar á netfangið sirra@vopna­skoli.is.

Vopnafjörður#vopnafjordur

Vopna­fjörður hefur upp á margt að bjóða. Má þar nefna öflugan grunn­skóla og leik­skóla auk fjöl­breytts íþrótta- og tómstund­a­starfs. Íbúa­fjöldi í sveit­ar­fé­laginu er rétt um 660 manns. Aðal­at­vinnu­greinar svæð­isins er sjáv­ar­út­vegur, iðnaður, þjón­usta og land­bún­aður. Vopna­fjörður býður upp á mikla mögu­leika til afþrey­ingar og útivistar og er svæðið þekkt sem ein af bestu stang­veiðip­ara­dísum landsins. Merktar göngu­leiðir eru margar og fjöl­margar leiðir til að njóta einstakrar náttúru.

Einkunn­arorð Vopna­fjarð­ar­skóla eru:

Virðing – ábyrgð – vellíðan