Vopna­fjarð­ar­skóli auglýsir lausar kenn­ara­stöður skóla­árið 2025-2026

Umsóknarfrestur

15. maí 2025

Auglýsandi

Vopnafjarðarskóli

Við leitum að kennurum í eftirtaldar stöður:#vid-leitum-ad-kennurum-i-eftirtaldar-stodur

  • Íþrótta­kennara
  • Umsjón­ar­kennara á miðstig.
  • List- og verk­greina kennara (hönnun og smíði og textíl­mennt)

Um er að ræða 100% stöður

Í skól­anum eru um 75 nemendur.  Skólastarf Vopna­fjarð­ar­skóla hefur það að mark­miði að hlúa að nemendum bæði náms­lega og félags­lega og koma til móts við áhuga þeirra og getu. Í skól­anum fer fram metn­að­ar­fullt starf sem er í stöð­ugri þróun.

Gildi skólans er virðing, ábyrgð og vellíðan.

Skólinn er heilsu­efl­andi grunn­skóli og unnið er eftir uppeld­is­stefnu sem nefnist jákvæður agi. Mikil áhersla er á teym­is­vinnu og fjöl­breytta kennslu­hætti. Kennt er í anda Byrj­enda­læsis. Leitað er að kenn­urum sem eru reiðu­búnir til að ganga til liðs við samhentan hóp starfs­fólks með samstarf og samvinnu að leið­ar­ljósi.

Menntunar- og hæfniskröfur#menntunar-og-haefniskrofur

  • Leyf­is­bréf til kennslu (leyf­is­bréf skal fylgja umsókn)
  • Lipurð í samskiptum, sveigj­an­leiki og samstarfs­hæfni
  • Frum­kvæði og sjálf­stæð vinnu­brögð
  • Ábyrgð og stund­vísi
  • Reynsla af teymis­kennslu æskileg
  • Góð íslensku­kunn­átta

Laun eru samkvæmt samn­ingi Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga og KÍ.

Skil­yrði við ráðn­ingu er að viðkom­andi hafi hreint saka­vottorð.

Umsókn­ar­frestur um ofan­greindar stöður er til 15. maí n.k. og skulu umsóknir ásamt leyf­is­bréfi og feril­skrá berast á netfangið sirra@vopna­skoli.is

 

Nánari upplýsingar veitir#nanari-upplysingar-veitir