Umsóknarfrestur
20. desember 2025
20. desember 2025
Tónlistarskóli Vopnafjarðar og Hofsprestakall
Við Tónlistarskóla Vopnafjarðar leitum að hæfileikaríkum tónlistarkennara til að kenna píanó í 60-70% stöðu. Ef þú hefur einnig færni í öðrum hljóðfærum, svo sem blokkflautu, fiðlu eða söng, er það mikill kostur.
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitafélaga og KÍ.
Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Umsóknarfrestur er til 20. desember 2025. Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf 1. janúar 2026.
Umsóknir: Ferilskrár berast á netfangið sirra@vopnaskoli.is
Um er að ræða 30 – 40% starf.
Þar sem ekki er um 100% stöðu að ræða við tónlistarskólann gæti starf organista fyllt þá stöðu. Einnig er möguleiki á kórstjórn Karlakórs Vopnafjarðar.
Launakjör eru samkvæmt samningum Félags íslenskra organista (FÍO) og Þjóðkirkjunnar.
Umsóknarfrestur um starfið er til 20. desember 2025 og með umsóknum skulu fylgja afrit af prófskírteinum og ferilskrá á netfangið marial@kirkjan.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir Borghildur Sverrisdóttir, formaður sóknarnefndar Vopnafjarðarkirkju, í síma 855 1320 og á boggasverris@gmail.com eða María Guðrún Ljungberg, sóknarprestur Hofsprestakalls, í síma 847 6267 eða á marial@kirkjan.is.
Við hlökkum til að heyra frá þér!