Tónlist­ar­skóli Vopna­fjarðar og Hofsprestakall auglýsa starf

Umsóknarfrestur

20. desember 2025

Auglýsandi

Tónlistarskóli Vopnafjarðar og Hofsprestakall

Við Tónlist­ar­skóla Vopna­fjarðar leitum að hæfi­leika­ríkum tónlist­ar­kennara til að kenna píanó í 60-70% stöðu. Ef þú hefur einnig færni í öðrum hljóð­færum, svo sem blokk­flautu, fiðlu eða söng, er það mikill kostur.

 

Helstu verkefni og ábyrgð#helstu-verkefni-og-abyrgd

  • Kennsla nemenda í samræmi við þarfir þeirra og samkvæmt aðal­nám­skrá og skóla­nám­skrá.
  • Undir­bún­ingur nemenda fyrir próf, tónleika og aðra tónlist­ar­við­burði.
  • Skipulag og utan­um­hald á kennslu eigin nemenda.
  • Samskipti við forráða­menn og samstarfs­fólk.
  • Þátt­taka í skipu­lagn­ingu tónleika og annarra tónlist­ar­við­burða.

Menntunar- og hæfniskröfur#menntunar-og-haefniskrofur

  • Tónlist­ar­kenn­ara­menntun eða sambærileg menntun
  • Færni í mann­legum samskiptum

Laun eru samkvæmt samn­ingi Sambands íslenskra sveita­fé­laga og KÍ.

Skil­yrði er að viðkom­andi hafi hreint saka­vottorð.

Umsókn­ar­frestur er til 20. desember 2025. Gert er ráð fyrir að viðkom­andi geti hafið störf 1. janúar 2026.

Umsóknir: Feril­skrár berast á netfangið sirra@vopna­skoli.is

 

Nánari upplýsingar veitir#nanari-upplysingar-veitir

Sóknarnefndir í Vopnafjarðar, Hofs og Skeggjastaðasóknum auglýsa laust til umsóknar starf organista við sóknirnar#soknarnefndir-i-vopnafjardar-hofs-og-skeggjastadasoknum-auglysa-laust-til-umsoknar-starf-organista-vid-soknirnar

Um er að ræða 30 – 40% starf.

Þar sem ekki er um 100% stöðu að ræða við tónlist­ar­skólann gæti starf organ­ista fyllt þá stöðu. Einnig er mögu­leiki á kórstjórn Karlakórs Vopna­fjarðar.

 

Aðalverkefni #adalverkefni

  • Stjórn tónlist­ar­starfs í samráði við presta og sókn­ar­nefndir
  • Hljóð­færa­leikur við athafnir og helgi­hald
  • Stjórn kórstarfs í sókn­unum
  • Umsjón með hljóð­færum safn­að­anna

Hæfnikröfur#haefnikro%cc%88fur

  • Kirkjutónlist­ar­menntun eða sambæri­legt nám
  • Reynsla af flutn­ingi tónlistar við helgi­hald
  • Metn­aður og áhugi á kórastarfi
  • Góð samskipta­hæfni og sjálf­stæð vinnu­brögð

Launakjör eru samkvæmt samn­ingum Félags íslenskra organ­ista (FÍO) og Þjóðkirkj­unnar.

Umsóknar­frestur um starfið er til 20. desember 2025 og með umsóknum skulu fylgja afrit af prófskírteinum og feril­skrá á netfangið marial@kirkjan.is

Nánari upplýsingar um starfið veitir Borg­hildur Sverr­isdóttir, formaður sóknar­nefndar Vopna­fjarð­ar­kirkju, í síma 855 1320 og á bogga­sverris@gmail.com eða María Guðrún Ljung­berg, sókn­ar­prestur Hofsprestakalls, í síma 847 6267 eða á marial@kirkjan.is.

 

Við hlökkum til að heyra frá þér!