Athugið að umsóknarfresturinn á þessu starfi er liðinn

Sveit­ar­stjóri

Umsóknarfrestur

11. apríl 2024

Auglýsandi

Vopnafjarðarhreppur

Vopna­fjarð­ar­hreppur leitar að öflugum einstak­lingi í starf sveit­ar­stjóra. Leitað er að metn­að­ar­fullum og dríf­andi stjórn­anda til að leiða áfram­hald­andi uppbygg­ingu í sveit­ar­fé­laginu.

Helstu verkefni og ábyrgð#helstu-verkefni-og-abyrgd

 • Sveit­ar­stjóri er æðsti yfir­maður starfs­fólks sveit­ar­fé­lagsins og sér um að stjórn­sýsla sveit­ar­fé­lagsins samræmist lögum, reglum og samþykktum hverju sinni
 • Sveit­ar­stjóri fer með daglegan rekstur sveit­ar­fé­lagsins og ábyrgð á fram­kvæmd þeirra ákvarðana sem sveit­ar­stjórn tekur
 • Sveit­ar­stjóri á í nánu samstarfi við sveit­ar­stjórn og sér um skipulag, undir­búning og upplýs­inga­gjöf á fundum sveit­ar­stjórnar, byggða­ráðs og eftir atvikum annarra nefnda sveit­ar­fé­lagsins
 • Sveit­ar­stjóri gætir hags­muna sveit­ar­fé­lagsins út á við, sér um kynn­ing­armál og annast samskipti við stofn­anir, fyrir­tæki, samtök og fjöl­miðla
 • Sveit­ar­stjóri leiðir í umboði sveit­ar­stjórnar atvinnu­upp­bygg­ingu og eflingu sveit­ar­fé­lagsins
 • Sveit­ar­stjóri vinnur að stefnu­mörkun og mótun fram­tíð­ar­sýnar í náinni samvinnu við sveit­ar­stjórn

Menntunar- og hæfniskröfur#menntunar-og-haefniskrofur

 • Menntun og reynsla sem nýtast í starfi
 • Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri
 • Leið­toga­hæfni með áherslu á frum­kvæði, hugmynda­auðgi, örugga ákvarð­ana­töku og öguð vinnu­brögð
 • Mjög góð hæfni í mann­legum samskiptum og þjón­ustumiðuð nálgun
 • Áhugi á uppbygg­ingu samfé­lagsins, velferð íbúa og ímynd sveit­ar­fé­lagsins
 • Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
 • Þekking á sveit­ar­stjórn­ar­málum og opin­berri stjórn­sýslu er kostur
 • Æski­legt er að sveit­ar­stjóri hafi búsetu í sveit­ar­fé­laginu

Vopna­fjarð­ar­hreppur er fjöl­skyldu­vænt samfélag þar sem áhersla er lögð á hátt þjón­ustu­stig og metn­að­ar­fullt leik- og grunn­skólastarf. Fyrir börn og ungmenni er gott íþrótta- og tómstund­astarf og má þar m.a. nefna dans­skóla, fótbolta, blak og björg­un­ar­sveit. Einnig er góður tónlist­ar­skóli og fram­halds­skóla­deild.

Vopna­fjörður er þekktur fyrir óspillta náttúru sína og fallegt landslag sem býður upp á mikla mögu­leika til útivistar. Þá hefur sveit­ar­fé­lagið jafn­framt mikla mögu­leika til uppbygg­ingar. Í sveit­ar­fé­laginu búa um 660 manns. Atvinnulíf er gott og státar sveit­ar­fé­lagið af öflugum fyrir­tækjum. Í þétt­býlinu er marg­vísleg þjón­usta til staðar, s.s. leik- og grunn­skóli, tónlist­ar­skóli, slökkvi­stöð, heilsu­gæsla, hjúkr­un­ar­heimili auk marg­vís­legrar annarrar þjón­ustu. Fyrir utan bæinn er svo sund­laugin Selár­laug sem er algjör nátt­úruperla á bökkum laxveiði­ár­innar Selár. Sjá nánar á www.vopna­fjordur.is

Umsókn skal fylgja feril­skrá og kynn­ing­ar­bréf þar sem gerð er grein fyrir áhuga á starfinu og hæfni til að gegna því.

Nánari upplýs­ingar um starfið veitir Axel Örn Svein­björnsson, axels@vopna­fjar­dar­hreppur.is  Umsókn­ar­frestur er til og með 11. apríl n.k.