Umsóknarfrestur
11. apríl 2024
11. apríl 2024
Vopnafjarðarhreppur
Vopnafjarðarhreppur leitar að öflugum einstaklingi í starf sveitarstjóra. Leitað er að metnaðarfullum og drífandi stjórnanda til að leiða áframhaldandi uppbyggingu í sveitarfélaginu.
Vopnafjarðarhreppur er fjölskylduvænt samfélag þar sem áhersla er lögð á hátt þjónustustig og metnaðarfullt leik- og grunnskólastarf. Fyrir börn og ungmenni er gott íþrótta- og tómstundastarf og má þar m.a. nefna dansskóla, fótbolta, blak og björgunarsveit. Einnig er góður tónlistarskóli og framhaldsskóladeild.
Vopnafjörður er þekktur fyrir óspillta náttúru sína og fallegt landslag sem býður upp á mikla möguleika til útivistar. Þá hefur sveitarfélagið jafnframt mikla möguleika til uppbyggingar. Í sveitarfélaginu búa um 660 manns. Atvinnulíf er gott og státar sveitarfélagið af öflugum fyrirtækjum. Í þéttbýlinu er margvísleg þjónusta til staðar, s.s. leik- og grunnskóli, tónlistarskóli, slökkvistöð, heilsugæsla, hjúkrunarheimili auk margvíslegrar annarrar þjónustu. Fyrir utan bæinn er svo sundlaugin Selárlaug sem er algjör náttúruperla á bökkum laxveiðiárinnar Selár. Sjá nánar á www.vopnafjordur.is
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir áhuga á starfinu og hæfni til að gegna því.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Axel Örn Sveinbjörnsson, axels@vopnafjardarhreppur.is Umsóknarfrestur er til og með 11. apríl n.k.