Athugið að umsóknarfresturinn á þessu starfi er liðinn

Sumarstörf 2024

Umsóknarfrestur

17. maí 2024

Auglýsandi

Vopna­fjarð­ar­hreppur auglýsir sumarstörf 2024 laus til umsóknar.

Um er að ræða störf sem henta öllum kynjum.

Á meðal verkefna sem um ræðir:#a-medal-verkefna-sem-um-raedir

  • Sláttur og hirðing opinna svæða
  • Umsjón með vall­ar­svæði
  • Vinna við leikj­a­nám­skeið
  • Ýmis tilfallandi störf á vegum sveit­ar­fé­lagsins

Jafn­framt er auglýst eftir flokks­stjórum bæjar­vinnu og umsjón­ar­aðila vinnu­skóla sveit­ar­fé­lagsins.

Störf flokks­stjóra/umsjón­ar­aðila felast m.a. í að skipu­leggja og stjórna starfi bæjar­vinnu/vinnu­skóla og fræða nemendur um rétt vinnu­brögð og verk­þætti.

Leitað er eftir skipu­lögðum og úrræða­góðum einstak­lingum og æski­legt er að flokks­stjórar hafi bílpróf.

Vinna hefst 27. maí.

Vinnuskóli 2024#vinnuskoli-2024

Vinnu­skóli Vopna­fjarð­ar­hrepps verður með eftir­far­andi hætti sumarið 2024:

  • Unglingar fæddir 2010 (8. bekkur) – Vinna hefst mánu­daginn 3. júní og lýkur föstu­daginn 28. júní. Fjöldi vinnu­stunda 4 klst. á dag.
  • Unglingar fæddir 2009 (9. bekkur) – Vinna hefst mánu­daginn 3. júní og lýkur föstu­daginn 12. júlí. Fjöldi vinnu­stunda 8 klst. á dag.
  • Unglingar fæddir 2008 (10. bekkur) – Vinna hefst mánu­daginn 3. júní. Fjöldi vinnu­stunda 8 klst. á dag.

Umsóknum skal skilað rafrænt á skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps eigi síðar en 17. maí nk. í gegnum netfangið skrif­stofa@vfh.is.