Umsóknarfrestur
16. september 2025
16. september 2025
Vopnafjarðarhreppur
Stuðningsþjónusta á Vopnafirði
Um er að ræða hlutastarf í stuðningsþjónustu á Vopnafirði frá 20. september 2025. Starfið felst meðal annars í að virkja einstaklinga til félagslegrar virkni, sund, göngutúrar og þess háttar. Vinnutími er um það bil fjórar klst. á viku og getur verið sveigjanlegur. Starfið gæti því líka hentað sem aukavinna seinnipart dags eða um helgar. Um tímabundna ráðningu er að ræða en gæti verið möguleiki á áframhaldandi starfi.
Umsóknir og óskir um frekari upplýsingar berist til Aðalheiðar Árnadóttur, verkefnastjóra í félagslegri ráðgjöf og stuðningi, á netfangið adalheidur.arnadottir@mulathing.is.