Athugið að umsóknarfresturinn á þessu starfi er liðinn

Starfs­maður í Þjón­ustumið­stöð

Umsóknarfrestur

7. febrúar 2025

Auglýsandi

Vopnafjarðarhreppur

Vopna­fjarð­ar­hreppur óskar eftir að ráða starfs­mann í Þjón­ustumið­stöð sveit­ar­fé­lagsins. Við leitum eftir öflugum og dríf­andi einstak­lingi sem sýnir metnað og frum­kvæði í starfi. Um er að ræða 100 % starf og upphaf starfsins getur verið strax eða eftir samkomu­lagi.

 

 

Helstu verkefni og ábyrgð:#helstu-verkefni-og-abyrgd

  • Starfið felst í fjöl­breyttri vinnu við viðhald og umhirðu eigna sveit­ar­fé­lagsins, gatna­kerfi, veitum, snjómokstri og fleira til þess að þjóna íbúum sem best.
  • Einnig felst í starfnu sláttur, umhirðu­verk­efni á opnum svæðum, almennt viðhald og ýmsar verk­legar fram­kvæmdir á vegum þjón­ustumið­stöðvar og verk­taka.
  • Annað samkvæmt fyrir­mælum og leið­sögn forstöðu­manns Þjón­ustumið­stöðvar.

Menntunar og hæfniskröfur:  #menntunar-og-haefniskrofur

  • Þjón­ustu­lund og lipurð í mann­legum samskiptum
  • Skil­yrði er að starfs­maður hafi ökurétt­indi
  • Skil­yrði er að starfs­maður hafi náð 18 ára aldri
  • Vinnu­véla­rétt­indi og véla­k­unn­átta er skil­yrði
  • Góð reynsla af verk­legum fram­kvæmdum er æskileg
  • Starfið gerir kröfu um jákvæðni, frum­kvæði, áhuga og metnað.

Áhuga­samir einstak­lingar, óháð kyni, eru hvattir til þess að sækja um starfið og um fram­tíð­ar­starf getur verið að ræða. Launa­kjör eru samkvæmt kjara­samn­ingi Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga við viðkom­andi stétt­ar­félag.  Umsókn skal skilað á skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps, eða senda rafrænt á skrif­stofa@vfh.is  fyrir 7. febrúar 2025.

Nánari upplýsingar veitir#nanari-upplysingar-veitir